Pestó, pestó elsku pestó!

16/09/2016

Pestó – Hið einstaka go-to (tilbúið til neyslu, án frekari eldunar) hráefni til að nota í ljúffenga hversdagsrétti (ekki síður en þá hátíðlegri). Pestó er ekki sósa, sem skyldi hafa á hillunni og grípa til í neyð ef svo mætti segja. Það er tími til kominn að allir geri sér grein fyrir kraftinum og hinum fjölbreytilegu notkunarmöguleikum sem hin kryddilmandi sósa þessarar töfrakrukku inniheldur. Á þessum orðum hefst inngangurinn að pestómatreiðslubók Saclà, “Saclà’ Big Book of Pesto”, sem kom út árið 2013, og inniheldur 70 pestóuppskriftir sem kæta bragðlaukana svo um munar. Uppskriftirnar koma frá hinum ýmsum Saclà-kokkum, þ.á.m. Theo Randall, Anthonu Worral-Thompson og Dhruv Baker. Uppskriftirnar eru engu að síður einfaldar, en aðkoma kokkanna, veitir innblástur og gefur hugmyndir varðandi hvernig má nota þetta klassíska og fjölhæfa hráefni á hátt sem e.t.v. er erfitt að gera sér í hugarlund. Uppskriftabanki Saclà miðar að því sama, þ.e. að gefa hugmyndir og tillögur, (klassískar og framandi, en umfram allt einfaldar) að réttum, sem síðan hver og einn getur náttúrlega útfært eftir eigin höfði. Pestóuppskriftirnar sem birtast á sacla.is næstu daga, eru úr bókinni, en í hverri og einni er brugðið lítllega út af uppskriftarstefi bókarinnar, til að gefa lesendum hugmynd um hvernig má fara eftir uppskriftum án þess að fylgja þeim út í æsar.
1-2 msk af klassísku basilpestó eða rauðu pestó úr sólþurrkuðum tómötum (sun dried tomato pesto), smurt út á ristaða brauðsneið leysir strax úr læðingi hinn ómótstæðilega ilm þessarar ítölsku töfrasósu og er frábær smáréttur, e.t.v. að viðbættri sneið af grilluðum kjúkling eða tómatasneiðum. Út frá þessum einfaldleika má svo leika sér endalaust með pestóþemað. Góða skemmtun e buon appetito!