Tómata- og basildraumurinn

14/07/2016

Basil er flokkuð sem sumarkryddjurt og tómatar er líka sumargrænmeti þótt þeir fáist náttúrlega allt árið líkt og ferskt basil. Á Ítalíu eru þessi tvö eðalhráefni heilög ef svo má taka til orða og væru án efa í dýrlingatölu ef hægt væri að veita hráefni slíkan titil, svo mikil er virðingin fyrir þessari grænmetistvennu, sem saman og hvor um sig eru á meðal lykilhráefna í ítalskri matargerð. Það sætir nánast undrun að ekki sé til planta þar sem tómatar og basil vaxa saman, myndi vera afar þægilegt upp á að tína sér í “caprese”- salatið eða til að setja út á pizzuna! Ótrúleg flóra af tómatasósum hefur þróast í gegnum tíðina til að nýta sem best hið frábæra hráefni og hið klassíska basilpestó þekkja allir, sem basilsósuna “par excellence”. Það er eins og þessi tvö hráefni hafi verið sköpuð fyrir hvort annað. Niðurrifið basil fer einstaklega vel út á hinar ýmsu tómatalöguðu pastasósur og svo náttúrlega sem eitt aðalhráefnið í fyrrnefnt “caprese”-salat, sem er hið klassíska ítalska sumarsalat með niðursneiddum tómötum, mozzarellaosti, basil og jómfrúrólífuolíu. Í sósu- og pestólínum Saclà er að finna nokkrar sósur þar sem tómatar & basil eru leidd saman: Whole Cherry Tomato & basil pastasósan með heilum kokteiltómum, pastasósa með tómötum & basil í sugolínu og í Sun dried tomato pesto úr sólþurrkuðu tómötunum leynist líka vænt magn af pestó sem gefur mildan jurtatón bakvið tjöldin. Nú fást hin vinæslu Saclà pestó: klassískt með basil, með sólþurrkuðum tómötum og með chilli einnig í stærri pakkningum sem borga sig.

 

pesto1pestotomat2pestochilli3

 

Snellið HÉR til að skoða uppakrift að sumarlegri opinni samloku með Saclà pestó með sólþurrkuðum tómötum og capresesalati (þ.e. hinni klassísku þrennu: tómötum, mozzarella og basil). Dreitill af jómfrúrólífuolíu yfir og smárétturinn er til! Buon appetito!