Saclà á Íslandi
  • Forsíða
  • Saclà Italia
  • Verslanir
  • Vörur
    • Pestó
    • Intenso Stir-In
    • Whole Cherry Tomato pastasósur
    • Pastasósur-sugo
    • Antipasti smáréttir & meðlæti
    • Ólífur
    • Kryddaðar ólífuolíur
    • Vegan
  • Uppskriftir
  • Ástríðurnar okkar
  • Hafa samband
Fréttir
/
2016

Archive

Recent Posts

  • Brúskettur í partýið
  • Elsku besta polpettan mín
  • Pestó, pestó elsku pestó!
  • Dásamlega samlokan
  • Tómata- og basildraumurinn

Antipasti á undan eða einir og sér

22/03/2016

Hinir ítölsku “antipasti” eru löngu orðnir fastir liðir á matseðlum sem og í hugum fólks um heim allan sem fjölbreytt blanda smárétta, aðallega kaldra.
Uppruni þessa lystaukandi og litríka uppskriftaflokks á sér langan aðdraganda í sögu Ítalíu, og við sögulegt samhengi bætist svo staðsetning viðkomandi smáréttar. Allt sameinast um að úr verður sérlega litskrúðugur flokkur og fjölbreytnin í bragði og samsetningu virðist óendanleg og enn bætist við, því antipasti-smáréttir gefa hugmyndafluginu svo sannarlega tækifæri til að spreyta sig, hvar í heimi sem maður kann að vera.
“Antipasti” merkir bókstaflega “á undan máltíð”, og hefðina fyrir því að “opna” hina klassísku máltíð með réttum sem ekki væru of þungir og umfangsmikilr, má rekja til gnægtarborðs Rómverja, sem hófu kvöldverð sinn með “gustatio” (smáréttum sem skyldu kynda upp matarlystina). Þeirra “antipasti” voru náttúrlega ekki af léttasta tagi, en miðað við aðalrétt þeirra má segja að þeir hafi verið léttir. Á meðal rómverskra smárétta má nefna ostrur, fiskibollur, grænmeti með sætsúrum og kryddríkum sósum, kryddpylsur, hin frægu harðsoðnu egg ofl. Öllu var svo skolað niður með “mulsus”, hunangsbættu víni. Mörgum myndi nú duga þessi veisla til að borða sig saddan og meira en það.
Heimildum allt frá þessum tíma ber saman um að í þá daga hafi menn verið orðnir meðvitaðir um að grænmeti og salöt á undan þyngri réttum, hjálpaði maganum til að undirbúa meltingu þeirra. Með hnignun Rómaveldis datt þessi hefð upp fyrir að mestu leyti, og á Miðöldum var kjöt í aðalhlutverki einnig í þessum flokki. Antipastihefðin fór svo að sækja verulega í sig veðrið á árunum á undan sameiningu Ítalíu (1861) og hefur vaxið æ síðan. Hluti af þessari matarhefð, sem er svo ríkur þáttur í ítalskri menningu, er að smáréttir á borð við “antipasti” voru framreiddir í sveitum sem nokkurs konar 2. morgunverður eftir fyrstu vinnutörnina í stuttri matarpásu fyrir hádegismatinn og þá varð að vera eitthvað fljótlegt að grípa til, eins og kryddpylsur, ostar, og grænmeti.
Ríkari borgarastéttirnar allt fram að fyrri heimstyrjöld, reiddu fram sína smárétti sem voru flóknari og íburðarmeiri í hinum “franska stíl” á meðan hinar fátækari snæddu smárétti sem ekki voru réttir á undan máltíð “antipasti”, heldur það sem var til eða “mangiamo ciò che c’è”. Smám saman með minni stéttaskiptingu, tók “antipasti”-hefðin á sig það snið sem enn er við líði og er áberandi á Ítalíu á börum, þar sem nánast er hægt að borða sig saddan fyrir kvöldmat með öllum smáréttunum sem eru innifaldir í einum drykk. Allt frá einföldu niðursoðnu grænmeti, súrum gúrkum eða grilluðum paprikum, eggaldin og þistihjörtum, ólífum, hráskinku og kryddpylsa til pasta- og hrísgrjónasalata, eggjakaka, pizzusneiða ofl. Antipasti-réttir eru semsagt einfalt og litríkt gnægtarborð einir og sér eða smáréttir á undan aðalréttinum allt eftir samhenginu.

← Til baka
Saclà á Íslandi
Saclà © 2021
www.sacla.com
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
  • Lagalegar tilkynningar
  • Cookie Policy
Powered by Blulab