04/12/2013
Ítalska orðið „antipasto“ merkir „á undan máltíð“ og er notað sem samheiti yfir smárétti „antipasti“, sem löng hefð er fyrir að bornir séu fram í upphafi máltíðar til að hita upp bragðlaukana og opna magann fyrir aðalréttinn sem á eftir fylgir. Það skemmtilega við „antipasti“, er að nánast hvaða hráefni sem er (svo framarlega sem það er ekki þeim mun sætara) getur komið þar við sögu, þó svo að hin klassísku antipastihráefni séu kryddpylsur (salami) og skinkur, ostar og grænmeti, skelfiskur og grænmeti útbúið á ótal vegu. Með tímanum hefur þessi uppskriftaflokkur fengið meira vægi bæði í heimalandinu og utan þess, ekki eingöngu sem forréttaflokkur, heldur sem sjálfstæður flokkur fjölbreyttra og litríkra rétta sem orðin er meginuppistaðan á fordrykkjarhlaðborðum á börum, í kokteilboðum, á veisluhlaðborðum og við hin ýmsu tækifæri formlegri og óformlegri.
Listin eykur lystina
Sagt hefur verið að máltíð hefjist með því að gera augað svangt, þ.e. til þess að kveikja á bragðlaukunum þurfi að höfða til hins sjónræna með því að fanga athygli augans með einhverju fallegu og litríku. Antipasti smáréttir bera glögglega vitni um þessa staðhæfingu og þeir eru gjarnan litríkir og afar fjölbreyttir þar sem ólíku hráefnum er stillt saman á ýmsa vegu. Antipasti gefa hugmyndafluginu og sköpunarkraftinum svo sannarlega færi á að njóta sín út í ystu æsar og tilvalið að nýta fjölbreytileika þessa frjálslega uppskriftaflokks og gleðja augu og bragðlauka gesta á léttan, litglaðan og leikandi hátt.
Í antipastilínunni frá Saclà er að finna úrval smárétta, samansetta af grænmeti sem er útfært á ýmsa vegu. Antipastiréttirnir henta sem smáréttir við öll tækifæri og eru tilbúnir til að gæða sér á eins og þeir koma fyrir með uppáhaldsbrauðinu, grissini eða smákexi, e.t.v. ásamt öðrum klassískum antipasti, s.s. ólífum, ostum, kryddpylsum, hráskinku osfrv. Súrsaðir smálaukar og gúrkur eru einnig hluti af hinu klassíska antipasti hráefni og upplagt að tvinna þar hinum íslensku kryddlegnu agúrkusneiðum og asíum saman við réttina. Gúrkur og smálaukar eru frábærar t.d. með ostum og kryddpylsum. Antipasiréttirnir frá Saclà henta einnig sem meðlæti með hinum ýmsu réttum og sem hráefni í ótal uppskriftir.
SMELLIÐ HÉR til að skoða fleiri tillögur að notkun antipasti smáréttanna okkar.