Basiluppskeran

Júlímánuður er afar mikilvægur fyrir alla hjá Saclà, en þá nær basiltínslutímabilið hámarki. Basiluppskerutímabilið hefst í lok júní og stendur fram í lok september, en lengd tímabilsins er undir því komin hve mikil sól og hve mikið regn hefur baðað basilakrana í Piemonte á Norður Ítalíu.

Basil er án efa konungur kryddjurtanna. Saclà uppsker mörg tonn af jurtinni árlega til að nota í framleiðslu eftirfarandi ilmríku pestóa: Classic basil pesto 190g, Wild Rocket Pesto 190g og Tomato Pesto 190g.


Basilplönturnar eru af sérlega ilmmiklu grænu afbrigði með dásamlega frískandi og krydduðum keim þar sem vottar fyrir sítrónu. 

Í apríl, um það bil tveimur mánuðum áður en uppskeran hefst, er fræjunum sáð og það göfuga verkefni er í höndum hinna fjögurra Amateis bræðra.

Fræjunum er sáð snemma morguns, áður en sólin verður of sterk. Bræðurnir aka basiluppskeruvélinni samviskusamlega meðfram þéttum plönturöðunum og söngla gjarnan við iðju sína og uppskeruvélin sogar til sín eina af dásemdum hinna ítölsku sveita.

Plönturnar eru aldrei klipptar alveg niður, einungis þynntar og uppskerutarnir eru teknar hálfsmánaðarlega þannig að minni laufin nái að vaxa inn á milli. Nýskornir basilvendirnir mynda háan stafla aftan á skurðarvélinni og síðan er ekið með ilmandi hlassið niður á Amateis býlið, sem stendur við akrana og laufin þvegin og sett í bakka og að því loknu er farið með þau í verksmiðjuna í Asti í næsta nágrenni.

Um leið og basillaufin koma í hús þarf snör handtök, þar sem við klárum ferlið frá tínslu til pökkunar innan 24 tíma.

Það er ein af ástæðunum fyrir því hve sósan er svo bragðmikil og safarík. Pestógaldurinn hefst með því að við veljum og þvoum bestu laufin og bætum svo saman við þau furuhnetum, hvítlauk og olíu og ostunum Grana Padano og Pecorino Romano.

Þetta er einföld aðferð, sem Saclà fjölskyldunni er afar annt um og hún fylgir af djúpri ástríðu. Hér er svo ástæðan fyrir því að litlu krúsirnar okkar eru efstar á vinsældarlistum í verslunum víða um heim.


Njótið vel og munið að lífið er ljúfara með Saclà classic pesto.