Þistilhjartaástríða

Á Ítalíu eru þistilhjörtu og þistilhjörtu… og aftur þistilhjörtu.

Artisjokken1 Romanesco þistilhjörtu, “violetto” þistilhjörtu frá Foggia, Brindisino þistilhjörtu að ógleymdum, Provenza “violetto”, Castraure della Laguna og Precoce frá Chioggia. Og svo er það Spinoso frá Sardiníu, sem er það hentugasta í matargerð. Engu að síður – eins og tíðkast almennt á Ítalíu – hefur hver þistilhjartategund sitt ákveðna hlutverk í hinu mikilfenglega leikriti sem ítölsk matargerð er.

Artisjokken Það er í raun talsverður munur á hinum ólíku tegundum. Spinoso þistihjörtun frá Sardiníu eru mildari og henta því betur til daglegrar neyslu, hvort sem er hrá fínt niðurrifin, í salöt eða soðin á meðan violetto frá Foggia sem hafa færri þyrna, eru fullkomin til matvælaframleiðslu. Lauf (“the choke” – “la barba”) hinna síðarnefndu eru umfangsminni en hjartað (kjarninn), “il cuore”, sem er milt á bragðið en bragð þeirra er þó auðkennilegra en hinna fyrrnefndu.

Þistilhjörtu eru elskulegar plöntur sem þurfa ekki mikið. Þeim dugar náttúrulegur jarðvegur þar sem frárennsli er gott og nægilegt vatn, en kappnóg er af hvoru tveggja í Palmas- flóanum ekki langt frá Cagliari, höfuðstað Sardiníu.

Hér bylgjast landið blíðlega frá hinum bröttu hæðum sem þaktar eru silfur grágrænum ólífulundum til láglendisins og að ströndinni þar sem dekkri lágskógagróður ræður ríkjum. Þistihjörtu dafna vel í hinum frjósama rauðleita áreyrarjarðvegi. Á hvern hektara vaxa um 100.000-200.000 myndarlegar auðkennandi þistihjartaplöntur, með sín einkennandi sagtenntu lauf og sama silfur grágræna yfirbragð ólífutrjánna sem auðkenna jaðar ræktunarsvæðanna.

Langir stilkar teygja sig á tilviljanakenndan og samræmdan hátt uppúr laufaþyrpingunni og efst á þeim tróna svo hinir einkennandi hnettir eða kúlur þistilhjartanna – capolini -. Hnettirnir, i capolini eru frekar smáir og ekki ólíkir furukönglum í laginu.