08/12/2014
Saclà hefur fengið frábærar viðtökur og vegna fjölda ábendinga höfum við aukið við vöruval í hinum geysivinsæla pestóflokki (auk nýstárlegri bragðtegunda fæst nú klassíska basilpestóið og rautt pestó í lífrænum útgáfum) sem og í sósum. Einnig hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á útliti og Stir Through sósuflokkurinn ber nú nafnið Intenso Stir-In.
Endilega skoðið nýja úrvalið og útlitið á www.sacla.is. Þar er einnig að finna uppskriftabankann okkar ásamt ýmsum fróðleik. Fylgist með nýjum uppskriftum með nýju vörunum á aðventu og fáið innblástur fyrir jólamatseðilinn sem og hugmyndir að safaríkum einföldum hversdagsréttum.