• Forsíða
  • Saclà Italia
  • Fréttir
  • Vörur
    • Pestó
    • Intenso Stir-In
    • Whole Cherry Tomato pastasósur
    • Pastasósur-sugo
    • Antipasti smáréttir & meðlæti
    • Ólífur
    • Kryddaðar ólífuolíur
    • Vegan
  • Uppskriftir
  • Ástríðurnar okkar
  • Hafa samband
Fréttir
/
2016

Archive

Recent Posts

  • Brúskettur í partýið
  • Elsku besta polpettan mín
  • Pestó, pestó elsku pestó!
  • Dásamlega samlokan
  • Tómata- og basildraumurinn

Dásamlega samlokan

30/08/2016

Einn af hinum ótal góðum eiginleikum varanna frá Saclà, er hvað þær eru fjölhæfar. Pastasósurnar henta ekki síður saman við alls kyns pottrétti, súpur, út á pizzuna sem og út á pastaréttina. Antipastigrænmetið er hægt að útfæra á ótal vegu, hvort sem er eitt og sér með brauði ásamt fleiri antipastihráefnum (eins og t.a.m. hráskinkum, kryddpylsum, ostum ofl.), og eins er grænmetið tilvalið álegg á pizzuna, í salatið og náttúrlega í hina ástsælu samloku, sem býður upp á ótæmandi útfærslur eins og við vitum og gerir okkur kleift með aðstoð hugmyndaflugsins (og góðs hráefnis), að snara fram litlum smáveislum við ólíkustu tækifæri. Bagettubrauð og focaccia eru tilvaldar brauðtegundir í sveitalega “rustico” samloku. Skonsur, flatkökur, pítur, lefsur og tortillakökur eru svo góð tilbreyting í samlokuþemað. Skorpulaust formbrauð er sniðið til að útbúa hina vinsælu “club sandwich” (á ítölsku “tramezzini), sem eru tvöfaldar samlokur, skornar í tvennt og jafnvel fernt og oft notaðar sem hluti af aperitivosmáréttum. Hver velur svo sitt uppáhaldsbrauð; gróft, fínt, bollur, horn, beyglur osfrv. Samlokuþemað er skemmtilegt og persónulegt uppskriftaform, sem gerir okkur kleift að skapa okkar eigin smáu einkaveislu til að skella í farangurinn, hvort sem er um að ræða nesti í skóla, vinnu eða útileguna. Samlokan á alltaf við, mismunandi flókin, og samansett allt eftir tilefninu.

Pestósósurnar og Stir-in sósurnar frá Saclà eru ekki síður tilvalin samlokusmurning en sósur til að blanda saman við uppáhalds pastaréttina, súpurnar ofl. SMELLIÐ HÉR til að skoða nokkrar samloku- og brauðkyns tillögur með Saclà-vörunum.

← Til baka
Saclà © 2021
www.sacla.com
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
  • Lagalegar tilkynningar
  • Cookie Policy
Powered by Blulab
Þessi vefur og verkfæri frá þriðja aðila sem notuð eru á síðunni, notast við vefkökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni síðunnar og nytsamlegar í þeim tilgangi sem tilgreindur er í Cookie Policy kaflanum.
Lesið cookie policy til að fá nánari upplýsingar eða til að afvelja ákveðnar eða alla vefkökur.
Ég skilCookie policy