Saclà á Íslandi
  • Forsíða
  • Saclà Italia
  • Verslanir
  • Vörur
    • Pestó
    • Intenso Stir-In
    • Whole Cherry Tomato pastasósur
    • Pastasósur-sugo
    • Antipasti smáréttir & meðlæti
    • Ólífur
    • Kryddaðar ólífuolíur
    • Vegan
  • Uppskriftir
  • Ástríðurnar okkar
  • Hafa samband
Fréttir
/
2014

Archive

Recent Posts

  • Brúskettur í partýið
  • Elsku besta polpettan mín
  • Pestó, pestó elsku pestó!
  • Dásamlega samlokan
  • Tómata- og basildraumurinn

Forsíða Saclà Fréttir Vörur Ástríðan okkar Uppskriftir Hvernig notar maður kryddolíur í eldamennsku?

06/01/2014

Ítalir eru afar stoltir af jómfrúrólífuolíunni sinni og er hún ein mikilvægasta fæðutegundin í ítalskri matargerð, enda er hún bragðgóð, heilsusamleg og algerlega náttúruleg. Jómfrúrólífuolían er eina jurtaolían sem fæst úr einni pressun án nokkurrar sérstakrar meðhöndlunar eða viðbót utanaðkomandi efna. Olían inniheldur E, A, K og D vítamín sem eru mjög auðug af andoxunarefnum og því verndandi fyrir frumur líkamans. Hinir góður eiginleikar sem jómfrúrólífuolía hefur á heilsu manna eru margir og hinir helstu eru eftirfarandi:

  • Lækkar prósentur LDL kólesteróls í blóði
  • Dregur úr hjarta- og æðasjúkdómum
  • Dregur úr sykurmagni í blóði
  • Eykur upptöku A, D og E vítamína
  • Auðveldar upptöku annarra vítamína

Jómfrúrólífuolía í matreiðslu
Jómfrúrólífuolía er grundvallarhráefni í Miðjarðarhafseldamennsku og er hún notuð bæði hrá og hituð. Olían er heppilegasta fitan til að nýta í mataræði, ekki einungis vegna bragðgæða og ilms olíunnar, heldur vegna hinna fjölmörgu góðu eiginleika sem olían býr yfir og hafa góð áhrif á heilsuna. Sé olían unnin á réttan hátt varðveitir hún öll vítamín, bragð og ilmgæði ólífanna og flytur þau áfram út í matinn sé hún notuð hrá. Olían hentar sérlega vel út á salöt, saman við kaldar sósur (með majónesi osfrv.), í vinaigrettesósur, út á grillaða brauðsneið e.t.v. með niðurbituðum tómötum og hvítlauk (bruschetta) og út á hina ýmsu eldaða rétti, t.d. grillað grænmeti, fisk og kjöt.

Kryddaðar ólífuolíur
Jómfrúrólífuolía er svo sannarlega drottning olíanna. Hún er ilmljúf, bragðgóð, auðug af vítamínum og einstökum eiginleikum. Hana má engu að síður auðga enn frekar bæði að bragðgæðum og út frá næringarfræðilegu sjónarmiði með því að bæta saman við hana kryddjurtum og kryddi. Þekktasta kryddolían af þessu tagi er án efa chillipiparolía (olio al peperoncino), sem gjarnan er kölluð „olio santo“ (heilög olía) í heimalandinu. Olía þessi er notuð hrá út á hvers kyns rétti (klassík bæði út á ýmsa pastarétti og pizzur) og leysir chillipiarilminn úr læðingi í sínum ótal blæbrigðum.
Hægt er að búa til kryddolíur með hinum ólíkustu kryddjurtum og kryddi og gott er að grípa til þessa frábæra hráefnis til að dreypa yfir hina ýmsu rétti og nota í sósur, fyllingar og jafnvel deig. Gleymum svo ekki að krydd og kryddolíur hjálpa til við að varðveita olíuna enn betur.
Kryddaðar ólífuolíur henta ekki til að bæta saman við rétti fyrir eldun, þar sem hætta er á að við það tapist nær allur ilmur olíunnar. Kryddolíur hentar sérstaklega vel hráar sem krydd út á hina ýmsu rétti, kalda og heita og í sósur eins og áður hefur komið fram og séu þær notaðar við eldun rétta, skal bæta þeim saman við rétt í lok eldunartíma eða um miðbik hans, allt eftir því hvað maður kýs að hafa sterkan kryddkeim.
Saclà býður upp á fjórar kryddbættar jómfrúrólífuolíur í olíulínu sinni: kryddolíu með basil, kryddolíu með chilli, kryddolíu með hvítlauk og kryddolíu með blönduðum kryddjurtum.

  • Kryddolía með Basil hentar vel út á þurrari pastarétti, út á blönduð salöt og er einnig frábær út á minestrone grænmetissúpu, maukaðar grænmetissúpur (passati di verdura) og heitt grænmeti (t.d. kartöflur).Olían er einstaklega frískandi út á köld pasta- og hrísgrjónasalöt og tómatasalat með mozzarella og ferskum basillaufum.
  • Kryddolía með Chilli er frábær út á hina ýmsu grilluðu rétti, þurrari pastarétti í sterkari kantinum og út á heitt grænmeti (s.s. baunir og kálmeti). Dreypið olíunni út á pizzuna til að gæða hana kryddríkum ákveðnum blæ og út á hinn klassíska pastarétt „aglio, olio e peperoncino“ (hvítlaukur, olía og chilli) fyrir extra heitan pastarétt. Notið dreitil af olíunni til að peppa upp salatið.
  • Kryddolía með Hvítlauk hentar sérlega vel út á steikur, pastarétti með tómatasósum, ofnsteikt kjöt og fisk, hrátt og eldað grænmeti og grænmetissúpur. Tilvalin út á tómatasalöt og út á ljóst kjöt.
  • Kryddolía fyrir pizzur. Þessi kraftmikla olía hentar hvort sem er út á pizzuna eða brúskettuna og út á hina ýmsu pastarétti í þurrari kantinum, Frábær einnig út á grillað kjöt.
  • SKOÐA KRYDDOLÍUR í vörulista.
← Til baka
Saclà á Íslandi
Saclà © 2021
www.sacla.com
  • Hafa samband
  • Persónuvernd
  • Lagalegar tilkynningar
  • Cookie Policy
Powered by Blulab