04/08/2014
Basiluppskerutíminn náði hámarki um þessar mundir á basilökrum Saclà í Piemonte á N-Ítalíu, en basiltínslutímabilið hefst í júní og stendur allt til lok september að öllu jöfnu. Mikil vinna felst í vökvun á ökrunum, en náttúran sér um þann þátt að einhverju leyti og í ár hefur rigningin verið Ítölum afar örlát. Það eru sem fyrr hinir fjóru fræknu Amateis bræður sem hlúa að ökrunum af mikill alúð. Basilplönturnar eru tíndar snemma morguns áður en of heitt verður í veðri.
Germano Amateis uppsker basil með bros á vör
Plönturnar eru svo fluttar á Amateis-býlið steinsnar frá ökrunum þar sem þær eru skolaðar og síðan er ekið rakleiðis með ilmandi basilhlössin til verskmiðju Saclà í Asti þar sem basilið blandast furu- og cashewhnetum, olíu, Grana Padano og Pecorino-osti, hvítlauk og kryddi í hinu rómaða klassíska pestó.
Matreiðslumeistarinn Enrico Trova, rekur matreiðsluskólann www.scuolagourmet.com í Asti og vinnur náið með Saclà varðandi uppskriftaþróun. Í ágúst mun hann deila uppskriftum með lesendum sacla.is þar sem basilpestó er í aðalhlutverki. Fylgist með á www.sacla.is