15/10/2013
Ísam færir þá stórfrétt, að fyrirtækið hefur tekið við dreifingu á hinum þekktu ítölsku sælkeravörum frá Saclà sem margir Íslendingar eru að góðu kunnir.
Klassíska vörulínan frá Saclà gefur góða mynd af gildum og heimspeki fyrirtækisins, sem hefur alla tíð varðveitt í hjarta sínu eftirfarandi grunngildi: verndun bragðgæða hefðanna, ástríðuna fyrir vinnunni og ástina á góðum hlutum. Klassíska vörulínan samanstendur af vörum sem hafa borið hróður Saclà um heim allan, s.s. ólífum, pestó, pastasósum og antipasti smáréttum, en fyrirtækið sem stofnað var árið 1939, leggur einnig mikinn metnað í að þróa nýjar vörutegundir úr sígildu ítölsku hráefni til að svara síbreytilegum þörfum neytenda. Hágæðamatvörurnar frá Saclà auðvelda heimilum jafnt sem stóreldhúsum að reiða fram allt frá einföldustu smáréttum til glæsilegra máltíða.
LESA NÁNAR um samstarf ÍSAM og Saclà