16/10/2013
Saclà kynnir nýja vörulínu:
Aukin fjölbreytni fyrir enn meira bragð
…Ljúffengt úrval af kryddblönduðum bestu fáanlegu jómfrúrólífuolíum.
Saclà hefur í yfir 30 ár verið leiðandi á ítalska matvælamarkaðnum með ólífuafurðir og sérhæft sig í uppskriftum byggðum á hefðum Miðjarðarhafseldamennsku. Við byggjum á þessari áralöngu sérhæfingu við hönnun hinnar nýju hágæða ólífuolíulínu.
…Sem viðbót við Saclà pestóin, Stir Through maukin, antipasti smáréttina og pastasósurnar, kynnum við til sögunnar einstaka ólífuolíulínu fyrir sælkera.
Framleiðslan
- Krydduðu jómfrúrólífuolíurnar frá Saclà eru búnar til með hátækni framleiðsluaðferðum í nútímalegu verksmiðjuumhverfi.
- Sérvaldar blöndur af kryddi og kryddjurtum einkennandi fyrir Miðjarðarhafseldamennsku, eru látnar trekkja í jómfrúrólífuolía og útkoman er hágæða kryddolíur.
- Ólífuolían sem notuð er í framleiðsluna er fyrsta flokks, með vott af sætleika er undirstrikar enn frekar bragð kryddsins. Fyrsta flokks ólífuolía, sem einkennist af þægilega sætum keim, er fullkomin til að styðja við ilmkjarna alls hráefnisins sem notað er.
- Trekkingarferlið er mjög vægt og breytir á engan hátt náttúrulegum bragðgæðum olíunnar eða kryddsins.
- Þessi framleiðsluaðferð hefur gert Saclà kleift að skapa tilbrigði við það hráefni sem löngum hefur verið nefnt „Konungur Miðjarðarhafseldamennsku“, þ.e. jómfrúrólífuolían.Fjórar ilmandi kryddolíur
- Fjórar mismunandi uppskriftir þar sem saman koma einstakar blöndur af jómfrúrólífuolíu, náttúrulegum kjarnaolíum og sérvöldum jurtum og kryddi. Krydduðu ólífuolíurnar frá Saclà eru tilvaldar til að dreypa yfir salatið, út í súpuna, út á pizzuna eða pastaréttinn. Frábærar til að dýfa skorpumiklu brauði í eða dreypa yfir brúskettuna. Notkunarmöguleikarnir eru óteljandi.SKOÐA KRYDDAÐAR ÓLÍFUOLÍUR í vörulista.