Lagalegar tilkynningar fyrir vefsíðu F.lli Saclà S.p.A.

Lagalegar tilkynningar fyrir vefsíðu F.lli Saclà S.p.A.

Registered office: C.so Stati Uniti 41, 10129 Torino
Head office and factory: P.zza Amendola 2, 14100 Asti
Company register: 01070500010
Share capital: € 6.000.000 interamente versato

Eftirfarandi skilyrði lesist vandlega áður en þessi vefsíða er notuð.
NOTKUN SÍÐUNNAR FELUR Í SÉR SAMÞYKKI NEÐANGREINDRA SKILYRÐA. SÉU ÞESSI SKILYRÐI EKKI SAMÞYKKT FÆST SÍÐAN EKKI NOTUÐ.

Notkun síðunnar

Notandinn notar síðuna og vafrar um hana á eigin ábyrgð.
Sé annað ekki tekið fram er innihald síðunnar látið í té „eins og það er“ og „sem fáanlegt“.
Um þessa síðu má vafra að vild. Notandinn tekur á sig alla ábyrgð varðandi notkun þessarar vefsíðu.

Afburður

Þrátt fyrir að afar vel sé vandað til allra upplýsinga sem látnar eru í té á þessari vefsíðu getur F.lli Saclà S.p.A.
ekki ábyrgst gagnsemi, nákvæmni eða fullkomleika þeirra, né öryggi vefsíðunnar, þar með (án undantekninga) ekki ábyrgst að vefsíða þessi sé laus við villur og galla, að sérhver fúnksjón virki ávallt rétt, að F.lli Saclà S.p.A. (eða leyfishafi þess) geti leyst þau vandamál sem upp kunna að koma, eða að heimasíðan eða server þessarar vefsíðu sé án vírusa eða hættulegs innihalds.
F.lli Saclà S.p.A. ber ekki ábyrgð á neinskonar skemmdum, þar með er talin ábyrgð tengd dreifingu vírusa til tölvu notanda. Það er á ábyrgð notanda að gera þær varúðarráðstafanir sem þarf til að hvað sem hann eða hún kýs að hala niður og nota sé laust við allt sem ber skaðleg einkenni eins og vírusa, orma og „Trójuhesta“.

Innihaldi F.lli Saclà S.p.A.-vefsíðunnar er einungis ætlað að vera upplýsingar.
F.lli Saclà S.p.A. tekur ekki á sig neinskonar ábyrgð á neinni ónákvæmni né yfirsjón sem verða má í einhverjum upplýsingum eða ráðum sem veitt eru.

F.lli Saclà S.p.A. er á engan hátt skuldbundið til að sannprófa öll skilaboð og innihald þeirra („Notendagögn“) sem send eru vefsvæðinu frá notendum og er ekki skuldbundið varðandi né ábyrgt fyrir þeim. Endrum og sinnum gæti F.lli Saclà S.p.A. ákveðið að athuga Notendagögn sem færð eru inn á vefsvæðið og neitað að móttaka Notendagögn og/eða eytt þeim.

F.lli Saclà S.p.A. samþykkir ekki að neinskonar trúnaðar- eða höfundarréttarupplýsingar verði sendar gegnum vefsíðu þess.

Tilbrigði notkunarskilyrða

F.lli Saclà S.p.A. áskilur sér rétt til að breyta hvenær sem er og fyrirvarlaust þeim notkunarskilyrðum sem hér er gerð grein fyrir. Hin endurskoðaða gerð mun þá sett inn á vefsvæðið, og með því að nota þetta vefsvæði samþykkir þú ofangreint. Vegna þessa er æskilegt að heimsækja þessa síðu reglulega til að fá upplýsingar um nýjustu tilbrigði.

Upplýsingar um einkarétt á hugverkum

Allir textar, forritið (þar með grunnkóði og viðfang), sjónefni eða annað efni, upplýsingar og allt annað innihald þessarar vefsíðu er eign F.lli Saclà S.p.A. eða leyfishafa þess og fellur undir útgáfurétt, vörumerki og annan höfundarrétt og staðarlög hvarvetna í heiminum, í samræmi við alþjóðlegt samkomulag og/eða önnur gild lög.
F.lli Saclà S.p.A. kunngjörir að upplýsingarnar, myndirnar, textinn, vídeó og hljóðverk (samanlagt nefnt hér eftir „Efni“) á vefsíðunni, allt er þetta varið höfundarréttarlögum, og það að skoða síðuna („Vefsvæði“) og hala niður efni hennar er heimilt til persónulegra nota einungis og ekki í viðskiptatilgangi, að því gefnu að athugasemdir um höfundarrétt og annan eignarétt séu áfastar kópíum hins upprunalega efnis. Hverskyns breyting á efni síðunnar, afrit, opinberun, flutningur, dreifing eða einhver önnur notkun á efni hennar í opinberum-, viðskiptalegum- eða gróðatilgangi er óheimil.
Í slíkum tilgangi, hver sem vera skyldi, er öll notkun ofangreinds efnis á annarri vefsíðu eða vefumhverfi óheimil. Efni það sem aðgengilegt er á síðunni heyrir undir höfundarrétt og hverslags óleyfileg notkun kann að vera andstæð höfundarrétti, lögvernduðu vörumerki eða öðrum lagalegum atriðum. Með því að samþykkja skilyrði þessi undirgengst þú að breyta ekki í neinu tilviki né fjarlægja neitt vörumerki né höfundarrétt. Grunnaðtriðin á vefsíðu F.lli Saclà S.p.A. má ekki svo mikið sem afrita eða stæla að hluta.
Ekki má afrita af vefsíðu F.lli Saclà S.p.A. neitt lógó, grafík, hljóð eða mynd, né dreifa nema með skýru leyfi F.lli Saclà S.p.A. F.lli Saclà S.p.A. lætur notanda allar upplýsingar í té án endurgjalds – nema kveðið sé á um annað. Notkun innihaldsins (þar með talin, án undantekninga, hverskyns fjölföldun, breyting, útsending, þýðing, sala, auglýsing) án skriflegs leyfis F.lli Saclà S.p.A. er bönnuð, nema um sé að ræða að skoða innihaldið á skjá þinnar eigin tölvu og prenta hvað sem vera skal þar af, til einkanota einungis, ekki í hagnaðarskyni né til annarra lagalegra nota. Sérhverri kópíu „Efnisins“ skal fylgja, sé slíku til að dreifa, höfundarréttarklásúla upprunalegu útgáfunnar. Séu umrædd skilyrði ekki virt fellur niður heimild til að nota vefsíðuna og öllu niðurhali og prentun samstundis eytt.

Þú undirgengst hér með

  • Að nota ekki vefinn í neinskonar ólöglegum tilgangi.
  • Að brjóta ekki á rétti neins annars fólks.
  • Að fikta ekki við reglubundna virkni þessarar vefsíðu.
  • Að koma ekki með tengil við þessa síðu án skriflegs leyfis okkar til að gera svo.
  • Að setja ekki neitt af efni þessarar vefsíðu á markað án skriflegs leyfis okkar til að gera svo.

Framleiðsluvörur

Vera kann að upplýsingar þær sem F.lli Saclà S.p.A. lætur í té á þessari vefsíðu eigi við vörur F.lli Saclà S.p.A. sem ekki er hægt að auglýsa og dreifa í þínu landi. Þær skírskotanir (til þessara vara) fela alls ekki í neinu tilfelli í sér að F.lli Saclà S.p.A. hyggist auglýsa og dreifa slíkum vörum í þínu landi. Vinsamlegast hafðu, til að fá upplýsingar um vörurnar, prógrömm og þjónustu sem í boði er í þínu landi, samband við staðar-fulltrúa okkar.