05/12/2014
Ólífurækt hefur um 2000 ára skeið gegnt mikilvægu hlutverki í landbúnaði landanna við Miðjarðarhaf og síðla hausts þegar nýja ólífuolían kemur nýpressuð fagurgræn á flöskur, bíða menn í ofvæni eftir að dreypa á „hinu rennandi græna gulli“, eins og ólífuolían var gjarnarn kölluð til forna. Ólífan hefur löngum verið tákn friðar og heilsu og næringargildi hennar hafa verið margstaðfest. Miðað við aðrar plöntur sem ræktaðar eru til olíugerðar, gefur ólíutréð af sér kjötmikil ber með hörðum trjálíkum kjarna, sem síðan gefa af sér olíu sem án efa býr yfir flestum góðum eiginleikum og er sú næringarmesta.
Ólífuolíur eru vitanlega af ýmsum gerðum og mismunandi gæðum, en sú hollasta er vitanlega jómfrúrólífuolía (extra vergine), sem er sérlega auðug af vítamínum, andoxunarefnum og karótíni. Notkunarmöguleikar jómfrúrólífuolíu eru óteljandi og í Miðjaraðarhafseldamennsku er hún algerlega ómissandi. Bragðgæði og keimur ólífuolíu er misjafn, sumar eru mildari, aðrar rammari, en eitt er það sem sameinar ólífuolíur, er að þær eru hún ber með sér hárfínan ávaxtakeim (misáleitinn), á sama tíma og hún dregur fram það besta í hráefnunum sjálfum. Ólífuolía er notuð hrá í hinu ólíkasta samhengi, s.s. út á salatið, kjötið, fiskinn, soðið eða grillað grænmeti, yfir brúskettuna, út í súpuna, pizzuna ofl., ofl. og siðast en ekki síst til að leggja í niðursoðið og grillað grænmeti. Ólífumauk og tapenade eru mikilvægir ólífuolíuréttir í Miðjarðarhafsmatargerð, sem svo að sama skapi bjóða upp á ótal notkunarmöguleika sem hráefni í matargerð. Notið hugmyndaflugið líkt og með ólífuolíuna. Hér fylgja nokkrar tillögur.
10 uppskriftatillögur með Saclà tapenade með svörtum ólífum
1. Blandið nokkrum msk af tapenademauki saman við soðnar kartöflur ásamt handfylli af léttsoðnum strengjabaunum og smátt söxuðum skalotlauk. Fyrir matarmeiri og suðrænni útgáfu, bætið þá nokkrum tómatasneiðum, harðsoðnum eggjasneiðum og túnfisk úr dós saman við.
2. Frábær dögurðar-brúsketta: Smyrjið ristaða brauðsneið með þunnu lagi af tapenade og leggið 2 avókadósneiðar ofan á. Steikt egg fer einstaklega vel ofan á í lokin.
3. Þynnið nokkrar tsk af tapenade með dreitil af jómfrúrólífuolíu og smá sítrónusafa og notið sem salatdressingu.
4. Blandið smá majónesi saman við 2-3 msk af tapenade og notið sem smurningu á girnilega samloku með grilluðum þunnum kjúklingasneiðum, kalkún (sniðugt að nota afganga) og salatblaði eða sem smurning á brauð með lambahamborgara, tómatsneið og salatblaði.
5. Smellið skeið af tapenade út í súpuna, t.d. mjúka kartöflusúpu með púrrum og þistilhjörtum.
6. Blandið nokkrum msk af tapenade saman við sjóðheitt pasta (bætið ögn af pastasuðuvatni saman við). Dreyfið vænu magni af nýrifnum parmesanosti yfir og saxið smá steinselju eða myntu yfir.
7. Blandið skeið af tapenade saman við væna smjörklípu og smyrjið grillaðan maísstöngul með þessari ilmandi blöndu. Saxið graslauk yfir.
8. Smyrjið vænni klípu af tapenade undir skinn á kjúklingi fyrir grillun. Bakið kartöflubáta í sömu ofnskúffu og veltið þeim af og til upp úr ólífusælunni.
9. Blandið 1-2 msk af tapenade saman við bolla af hummusmauki. Búið til agúrkusalat og skellið blöndunni inn í pítubrauð. Frábært pikknikk!
10. Smyrjið grillað kjöt eða fisk með þunnu lagi af tapenade-mauki.
Prófið einnig þessar ítalskættuðu ljúffengu djúpsteiktu brauðdúllur „gnocco fritto“ með sósatvennu af Saclà tapenade með svörtum ólífum og ricotta.