23/02/2016
Oven Roasted ofnbökuðu tómatarnir frá Saclà eru byggðir á einstakri uppskrift, sem hefst með afar nákvæmri vinnslu á tómötunum meðan þeir eru enn ferskir. Tómatatínslan fer fram í ágúst þegar ítalska sólin er sem hæst á loft og nær því að þroska hinn eðla tómat á sem fullkomnastan hátt. Tómatarnir eru síðan unnir innan 24 tíma, þannig að þeir varðveiti sem best bragðeinkenni sín og hið dýrmæta andoxunarefni lýkópen. Tómatar undirbúnir á þennan hátt, henta sérlega vel til að skerpa á „Miðjarðarhafsbragði“ hinna ólíkustu rétta, en eitt af aðaleinkennum Miðjarðarhafseldamennsku, er einmitt fyrsta flokks hráefni, sem meðhöndlað er á þann hátt að hin bestu fáanlegu bragðeinkenni megi nást úr hráefninu, sem svo getur blandast öðru eðal hráefni við hæfi og eftir smekk.
Hér eru á ferðinni heilir, mjúkir vel þroskaðir tómatar, sem eru unnir ferskir, afhýddir og þar næst bakaðir mildri blöndu öðrum klassísku hráefni úr eldhúsi Miðjarðarhafs. Tómatarnir fást í þremur útgáfum, Sú fyrsta inniheldur rauðan pipar, hinn ástsæla „peperoncino“, sem er frægur fyrir að gefa tómötum ákveðið og skarpara bragð, sé hann notaður í hæfilegu magni. Oven Roasted tómatarnir með ólífum, gefa tómötunum hins vegar mjúkan og mildan blæ og sú þriðja með kapers & hvítlauk, sameinar 3 af lykilhráefnum ítalskrar eldamennsku. Prófið Oven Roasted tómatana t.d. ofan á pizzuna eða ristaða brauðsneið, í pastaréttinn eða byggréttinn, eins frábærir í salöt og í hina ýmsu kjöt- og fiskrétti.