22/10/2015
Paprikur eru hráefni sem býður upp á ótal notkunarmöguleika í eldamennsku. Bragð þeirra er ákveðið og sætt (fer eftir um hvaða lit eða tegund er að ræða náttúrlega). Paprikur er upprunnar S-Ameríku, en í heimahögum Saclà, Ítalíu, eru paprikur aðallega ræktaðar á Mið- og Suður-Ítalíu vegna hins milda loftslags. Piemontehérað er einnig þekkt fyrir hinar ljúffengu paprikur, en paprikurækt á Ítalíu þróaðist einmitt upphaflega útfrá svæðunum, Carmagnola, Motta d’Asti, Cuneo og Tanaro-dalnum. Saclà byggir vörur sínar sem innihalda paprikur, s.s. antipastiréttina og sósur, á afbrigðunum Quadrato d’Asti og Corni di Bue. Báðar þessar paprikutegundir eru sérlega kjötmiklar, sætar og stökkar og henta því einstaklega vel bæði til grillunar og niðursuðu. Paprikur henta eins og við vitum í ótal mismunandi samhengi. Þær eru frábærlega ferskar og stökkar í salatið og ljúflega sætar og meyrar eldaðar, hvort sem er grillaðar, bakaðar eða á pönnu. Síðan henta þær sérlega vel til niðursuðu bæði í olíu og kryddjurtum og eins í ediklegi. Prófið paprikuuppskriftirnar í uppskriftabankanum okkar og notið hugmyndaflugið og smellið sólríku safararíku paprikunum frá Saclà í uppáhaldsréttina.
Tagliatelle með margfaldri tómata-paprikusósu og kjúklingastrimlum
Peperonata með kartöflum, furuhnetum og rúsínum
Ríkuleg brúsketta með fíkju- og hnetubættri peperonata og mozzarella
Svínafillet með sykurgljáðum paprikum
Croque Monsieur með grænmetistvist
Pestó kjúklingakebab með grilluðu grænmeti
Focacciasneiðar með grilluðum paprikum, pestó og geitaosti
Kartöflusalat með grilluðum paprikum
Karrýkúskús með kjúkling & grænmeti
Brúsketta með grilluðum paprikum
Humarsalat með rauðlauk, grilluðum paprikum & basil
Grillaðar paprikur með ólífublöndu, kapers & kryddjurtum
Rómantískur ítalskur antipasto
Smjördeisferningar all´italiana