Persónuvernd

Kæri notandi. Þessar upplýsingar voru útbúnar í samræmi við 13. gr. reglugerðar Evrópusambandsins 2016/679 (hér eftir nefnd „reglugerðin“), og eru ætlaðar gestum vefsvæðisins http://www.sacla.it og þeim sem nýta sér vefþjónustur F.lli Saclà S.p.A. Hér er að finna upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar svo þú getir fræðst um það hvernig unnið er með persónuupplýsingar sem til verða við notkun á vefsvæði okkar og getir gefið upplýst og yfirlýst samþykki þitt fyrir úrvinnslu persónuupplýsinganna.

Upplýsingarnar gilda um vefsvæði F.lli Saclà S.p.A. og öll önnur vefsvæði okkar sem notendur fara inn á gegnum tengla.

Ábyrgðaraðili gagna

Ábyrgðaraðili gagnanna sem þú veitir er F.lli Saclà S.p.A., með skráðar höfuðstöðvar á Piazza Amendola, 2 – Asti.

Tegundir upplýsinga sem unnið er með

Vefskoðunargögn

Tölvukerfi og hugbúnaðarferli sem notuð eru á þessu vefsvæði safna persónuupplýsingum við venjulega notkun og flutningur þeirra er innifalinn í notkun á samskiptastöðlum internetsins.

Þessum persónuupplýsingum er ekki safnað í þeim tilgangi að rekja þær til þeirra skráðu aðila sem þær tengjast en upplýsingarnar eru í eðli sínu þannig að mögulegt er að auðkenna notendur með úrvinnslu þeirra og með því að tengja þær við gögn frá þriðju aðilum.

Undir þennan flokk gagna falla IP-tölur eða lénsheiti þeirra tækja sem notendur vefsins tengjast, vefslóðir (URI) þeirra tilfanga sem beðið er um, tímasetningar beiðna, aðferðir sem notaðar eru til sendinga á beiðnum til vefþjóna, umfang skráa sem sendar eru sem svar, svarkóðar frá vefþjóni (beiðni tókst, villa í beiðni o.s.frv.) og aðrar breytur sem tengjast stýrikerfinu og tölvukerfi notandans.

Þessi gögn eru eingöngu notuð til þess að afla nafnlausra tölfræðilegra upplýsinga um notkun vefsvæðisins og til að fylgjast með því að vefurinn starfi rétt, og þeim er eytt um leið og úrvinnslu þeirra lýkur. Ef til netárásar kemur sem veldur skemmdum á vefnum gætu gögnin verið notuð til þess að ákvarða skaðabótaskyldu. Að undanskildum þessum möguleika eru gögnin varðveitt aðeins eins lengi og þörf krefur til þess að safna tölfræðigögnum.

Gögn sem notendur veita sjálfir

Sending upplýsingabeiðna eftir að eyðublað er fyllt út á vefnum krefst yfirlýsts samþykkis á vinnslu persónuupplýsinga þar sem það á við, til þess að vinna megi úr beiðninni.

Beiðni um áskrift að „fréttabréfi“ er gerð með því að fylla út sérstakt eyðublað á vefsvæðinu eða í tengslum við viðburði og kaupstefnur sem skipulagðar eru af F.lli Saclà S.p.A., og krefst yfirlýsts samþykkis á vinnslu persónuupplýsinga þar sem við á, til þess að vinna megi úr beiðninni.

Til að fá aðgang að „Thanks Planet“ upplýsingatöflunni þarf að skrá sig sem er gert með því að fylla út sérstakt eyðublað á netinu, og krefst yfirlýsts samþykkis á vinnslu persónuupplýsinga til þess að hægt sé að veita þjónustuna.

Ef notandinn veitir eða vinnur með persónuupplýsingar þriðja aðila á einhvern annan hátt við notkun vefsvæðisins er ábyrgst, og öll þar að lútandi ábyrgð tekin, að þessar tilteknu ímynduðu aðstæður eigi sér lagalega stoð, í samræmi við 6. gr. reglugerðarinnar, sem heimilar vinnslu viðkomandi upplýsinga.

Staðsetning gagnavinnslu og tilgangur vinnslunnar

Vinnsla gagna í tengslum við vefþjónustur vefsvæðisins fer fram í skráðum höfuðstöðvum F.lli Saclà S.p.A. sem fyrr er getið, og er í höndum starfsfólk fyrirtækisins í gagnavinnslu. Engar upplýsingar sem frá vefþjónustunni koma eru aðgengilegar öðrum. Persónuupplýsingar sem notendur senda með beiðnum sínum (upplýsingabeiðnum, kvörtunum o.s.frv.) eru eingöngu notaðar til þess að veita umbeðna þjónustu og uppfylla lagalegar, fjárhaldslegar eða skattalegar skuldbindingar, og eru aðeins birtar þriðja aðila ef það er nauðsynlegt eða að fengnu samþykki.

Viðtakendur persónuupplýsinga

Í þeim tilgangi sem lýst er hér fyrir ofan kann persónuupplýsingunum þínum að vera deilt með eftirfarandi aðilum:

  • gagnavinnsluaðilum, þ.e. i) einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum sem sjá F.lli Saclà fyrir ráðgjafar- og stuðningsþjónustu; ii) aðilum sem þurfa aðgang að upplýsingunum til þess að veita þjónustu sína (s.s. hýsingaraðilum), iii) aðilum sem sinna tæknilegu viðhaldi (s.s. viðhaldi netbúnaðar og rafrænna samskiptakerfa);
  • aðilum, stofnunum eða yfirvöldum sem ber að hafa vitneskju um persónuupplýsingarnar lögum samkvæmt eða vegna stjórnvaldsákvörðunar;
  • einstaklingum sem F.lli Saclà S.p.A. hefur veitt heimild til að vinna með persónuupplýsingar í því skyni að sinna verkefnum sem nauðsynleg eru til að veita megi þjónustuna, enda hafa þeir samþykkt að halda trúnað eða eru bundnir trúnaði lögum samkvæmt.

 

Aðferðir við vinnslu, flutning og vistun upplýsinga

Unnið er úr persónuupplýsingum bæði með hjálp sjálfvirkra verkfæra og handvirkt, og eru upplýsingarnar varðveittar eingöngu eins lengi og nauðsynlegt er fyrir söfnun, og/eða vistaðar í þann tíma sem viðeigandi löggjöf kveður á um, og eins lengi og ítölsk löggjöf til verndar hagsmunum einstaklinga segir til um (2946. gr. laga um meðferð einkamála og áfr.).

Sérstakar öryggisráðstafanir eru gerðar til að forðast að gögn glatist eða séu notuð á ólöglegan eða ósanngjarnan hátt, og til að koma í veg fyrir óheimilan aðgang.

Sumar persónuupplýsingar kunna að vera sendar til viðtakenda í löndum utan evrópska efnahagssvæðisins. F.lli Saclà S.p.A. ábyrgist að í þeim tilfellum verði upplýsingarnar meðhöndlaðar í samræmi við reglugerðina, á grunni ákvörðunar um hæfi hvað varðar stöðluð samningsákvæði sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt, eða á öðrum tilhlýðilegum lagalegum grunni.

Réttur skráðra aðila

Í samræmi við 15. gr. reglugerðarinnar og áfr. hafa skráðir aðilar rétt til að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum hjá F.lli Saclà S.p.A. Þeir hafa enn fremur rétt til þess að leiðrétta rangfærslur í og eyða persónuupplýsingum sínum og mega andmæla og takmarka vinnslu þeirra, í samræmi við 18. gr. reglugerðarinnar. Skráðir aðilar geta einnig óskað eftir að fá afrit af persónuupplýsingum á skipulögðu, algengu og rafrænu formi, að því marki sem hægt er, eins og 20. gr. reglugerðarinnar kveður á um.

Í samræmi við 77. gr. reglugerðarinnar og áfr. hafa skráðir aðilar rétt til að leggja fram kvörtun til viðeigandi persónuverndaryfirvalda, telji þeir að persónuupplýsingar þeirra hafi ekki verið meðhöndlaðar í samræmi við lög.

Allar beiðnir verða að berast F.lli Saclà S.p.A. skriflega í gegnum eyðublaðið á vefsvæði fyrirtækisins, www.sacla.it.