Artichokes

Lýsing

Þistilhjörtun okkar eru nánast ómissandi í hvert eldhús og gott að hafa innan seilingar og nota í eldamennskuna eða ein og sér. Þau eru soðin niður samkvæmt hefðbundinni uppskrift og lögð í olíu ásamt steinselju. Hinir meyru þistilhjartafjórðungar eru upplagðir sem „antipasto“ t.d. með ólífum, parmesanostbitum og brauði sem og í hina ýmsu rétti, t.d. út á pizzuna ásamt skinku. Pizza með því áleggi að viðbættu óriganó heitir því virðulega nafni „Pizza Regina“ (Drottningarpizza). Prófið einnig saman við pasta ásamt stökku beikoni og sýrðum rjóma og fínlega sneidd út á salatið.

Innihald

Þistihjörtu (skorin í fernt) 60%, Sólblómaolía, Vínedik, Sjávarsalt, Jómfrúrólífuolía, Flatblaða steinselja, Sýrustillir (330, 270), Náttúruleg bragðefni, Andoxunarefni (300), Sinnep.

Næringargildi í 100 g

Orka 119kcal/492kJ, Prótein 1.7g, Kolvetni 1.8g, Fita 11.7g.