Antipasti flatbökur

15 mínútur / 4 Fyrir: 
Antipasti flatbökur

Undirbúningur

Smyrjið tortilla- eða piadina flatbökurnar með smurostinum, tætið gróflega skinkusneiðar yfir. Skerið Saclà Oven Roasted tómata með chilli í bita og komið 1-2 bitum fyrir ofan á hverri sneið. Sáldrið niðursöxuðu basil eða tímían (blóðbergi) yfir og hitið augnablik á pönnu. Skerið kökuna í sneiðar og berið fram sem smárétt.´

*Einnig má útfæra réttinn sem samlokur og skella í grill skamma stund eða velgja stutta stund á pönnu. Prófið ykkur áfram með osta að vild og „toppið“ með öðru grænmeti úr antipasti-línunni frá Saclà, t.d. með viðarkolgrilluðum paprikum eða þistilhjörtum og notið osta að smekk.

Innihald

  • 1 pakki tortillahveitikökur
  • nokkrar msk smurostur, ferskur eða t.d. smurostur með camembert
  • 1-2 pakkar lúxusskinka
  • 1 krús Saclà OVen Roasted tómatar með chilli
  • fersk niðursöxuð basillauf eða tímían til skrauts