Bakaðir kartöflubátar með kröftugri tómatasósu

45 mínútur / 6 Fyrir: 
Bakaðir kartöflubátar með kröftugri tómatasósu

Undirbúningur

Skrælið kartöflurnar og skerið í aflanga báta og skellið þeim í ílát með vatni. Látið suðu koma upp á vatni í potti og sjóðið kartöflurnar örfáar mínútur. Komið kartöflunum því næst fyrir í fati og kryddið eftir smekk með salti og pipar og e.t.v. örlítið af karrý og makið mátulegu magni af olíu utan um kartöflurnar. Leggið bökunarpappír í bökunarform og smyrjið létt með jómfrúrólífuolíu. Skellið hvítlauksgeirunum saman við með hýðinu. Bakið við 200 gr í 20 mínútur og snúið kartöflunum og bakið áfram í ca. 20 mínútur. Skellið svo kartöflunum 5 mínútur undir grill til að þær verði fallega gylltar og stökkar. Blandið Saclà sugo pastasósu með chilli saman við saxaða tómatana og hitið skamma stund í gegn í potti. Komið kartöflunum fyrir í skál og dreyfið tómatasósunni yfir. Dreyfið söxuðu salatinu yfir kartöflubátana og berið fram sem smárétt með tannstönglum eða sem meðlæti.

Innihald

  • 1kg kartöflur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • vænn dreitill jómfrúrólífuolía
  • salt og nýmalaður pipar
  • 1 krús Saclà sugo pastasósa með tómötum og chilli
  • 2 smátt niðursaxaður tómatar
  • 2-3 smátt niðurbitaðir tómatar
  • lítill vöndur fínt saxað dökkt salat