Bakaður ostur með pestó og grillaðri papriku

mínútur / Fyrir: 

Undirbúningur

Hver elskar ekki bakaða osta? Ég held án gríns að ég þekki engan sem elskar ekki slíka osta og þetta er alltaf það fyrsta sem fer þegar ég er með smáréttahlaðboð eða eitthvað annað í boði fyrir mína gesti.
Ég veit ekki af hverju ég hef ekki prófað að baka ost með pestó áður þar sem pestó fer ansi vel með ýmsum ostum og góðu brauði. Þessi ostur var svo brjálæðislega góður að ég er búin að gera hann 3x á einni viku núna svo það hlýtur að segja það sem þarf um ágæti hans, hahaha!

1. Takið ostinn úr umbúðunum og leggið í eldfast mót eða á bökunarpappír.
2. Setjið vel af pestó ofan á hann, skerið grillaðar paprikur niður og setjið þar næst ásamt furuhnetum.
3. Bakið við 190°C í um 10 mínútur.
4. Stráið smá ferskri basilíku yfir og berið fram með góðu brauði, kexi og öðru meðlæti.

Hinn fullkomni forréttur, snarl, hluti af smáréttarbakka eða hvað sem er!

Innihald

  • 1 x Dala Auður
  • 3 msk. Sacla pestó með „Roasted pepper“
  • Sacla Peperoni grigliati (grillaðar paprikur í olíu)
  • Furuhnetur
  • Fersk basilíka
  • Meðlæti: Baguette, kex, hnetur, hráskinka, vínber eða annað sem ykkur dettur í hug.