Bláberja-rúkolapestó með basil

5 mínútur / 4 Fyrir: 
Bláberja-rúkolapestó með basil

Undirbúningur

Blandið rúkola, basil, graslauk, olíu, krækiberjasaft og sítrónusafa saman í skál (gott að merja einnig í mortéli). Smakkið til með smá salti og bætið rósapipar, bláberjum og fjólum saman við í lokin. Bláberja-rúkolapestó er frábært meðlæti t.d. með grilluðum fiski (t.d. silungi) og eins sem dressing út á blandað salat. Upplagt að nota frosin bláber úr tínslu sumarsins fram eftir vetri í uppskriftina.

Innihald

 • 1 bolli bláber
 • 2/3 bolli söxuð rúkola (klettasalat)
 • 1/3 bolli saxað ferskt basil
 • dreitill Sacla jómfrúrólífuolía með basil eða
 • venjuleg jómfrúrólífuolía
 • smá dreitill krækiberjasaft
 • 1 msk rósapipar
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • dálítið sjávarsalt
 • nokkrar náttúrulegar fjólur ef eru við hendina
 • 1 msk saxaður graslaukur