Bökuð kartöflumús með gorgonzola og tómata & hvítlauks Stir Through sósu

30 mínútur / 4 Fyrir: 
Bökuð kartöflumús með gorgonzola og tómata & hvítlauks Stir Through sósu

Undirbúningur

Sjóðið kartöflur, blandið saman við þær smjöri og mjólk eftir þörfum (stappan skal vera það þykk, að hún haldi lagi sínu eftir að hún er tekin úr forminu. Ef þið notið polentumjöl útbúið það þá eftir leiðbeiningum á pakka. Smakkið kkartöflustöppuu til með salti og pipar. Komið stöppunni fyrir í frekar litlu háu ferkanta móti (sem smurt hefur verið áður með dálitlu smjöri eða olíu eða komið blöndunni fyrir í kringlóttum litlum silikonformum (bitarnir skulu vera ca. 4cm í þvermál og 4cm á hæð. Skammtarnir skulu vera fjórir. Látið stöppuna (eða polentuna) kólna og takið síðan úr formi og leggið á léttolíuborna bökunarplötu. Komið vænni msk af Saclà Tomato & Garlic Stir Through sósu fyrir ofan á hverjum kartöfluskammti og smellið gorgonzolasneið fyrir þar ofan á. Dreypið smla dreitil af jómfrúrólifuolíu yfir bita og bakið við 180° í ca. 10 mín. eða þar til osturinn er bráðinn og kartöflurnar (eða polentan létt gyllt). Berið fram heitt sem smárétt eða forétt eða sem meðlæti t.d. með lamba- eða nautakjöti.

Innihald

  • 200 g kartöflur eða polentumjöl (grófmalað maísmjöl, fæst instant í pökkum)
  • 4-5 msk Saclà Tomato & Garlic Stir Through pastasósa
  • ca. 2 msk smjör
  • mjólk eftir þörfum
  • salt, pipar & múskat að vild
  • dreitill jómfrúrólifuolía