Brauðbaka með grilluðum paprikum

45 mínútur / 6 Fyrir: 
Brauðbaka með grilluðum paprikum

Undirbúningur:

Bleytið upp í brauðinu með nægilegu vatnsmagni þannig að það tútni út og nái að blotna í gegn án þess að umfram vatn myndist. Þegar brauðið hefur sogið í sig nægilegt vatnsmagn, vindið það þá og pressið úr allt umfram vatn sem ekki verður eftir í brauðinu. Smyrjið 26cm kringlótt bökuform með háum börmum og léttsmyrjið með jómfrúrólífuolíu. Hnoðið uppbleytt brauðdeigið og bætið smádreitil 1-2 tsk af jómfrúrólífuolíu saman við og helmingið deigið ca. og pressið fyrri helming niður í formið og klæðið barmana. Siið olíuna af grilluðum Saclà paprikunum og komið þeim fyrir ofan á deiginu. Útbúið kringlótta köku að þvermáli formsins og leggið ofan á og lokið kökunni með því að pressa samskeytum saman með fingrum. Bakið við 200gr í ca. 20 mín., eða þar til yfirborðið hefur tekið á sig léttgylltan lit og bakan orðin stökk. Takið form úr ofni og takið bökuna úr formi. Snúið henni við og leggið á bökunarpappír og bakið áfram í 10 mínútur þar til létt gyllt á hinni hlið. Komið fyrir á diski og berið fram e.t.v. með blönduðu fersku salati eða sem forrétt. Sniðugt að kippa með sér sneið sem nesti, því kakan er jafngómsæt volg sem köld.

Innihald

  • 600g skorpumikið brauð (t.d. ítalskt sveitabrauð), best ef notað er brauð með grano duro semolina hveiti
  • smá dreitill jómfrúrólífuolía fyrir deig og til að smyrja með form
  • 2 krúsir Saclà viðarkolgrillaðar (char-grilled)
  • paprikur