Briesnittur með pestó og sólþurrkuðum tómötum

10 mínútur / 4 Fyrir: 
Briesnittur með pestó og sólþurrkuðum tómötum

Undirbúningur

Skerið snittubrauð skáhallt í sneiðar og smyrjið með þunnu lagi af pestó. Skerið brieostinn í þunnar sneiðar og sneiðarnar í tvennt og raðið ofan á snitturnar. Sigtið olíu frá tómötum og skerið þá í tvennt og raðið ofan á ostinn. Snitturnar eru upplagðar sem aperitivo (lystaukandi réttur). Berið fram e.t.v. með glasi af þurru freyðivíni.

Innihald

  • ½ - 1 snittubrauð
  • ½ krús Saclà klassískt basil pestó
  • 1 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar
  • 1 brieostur