Bruschettur með hráskinku og sólþurrkuðum tómötum

mínútur / Fyrir: 

Undirbúningur

1. Skerið snittubrauðið í um 20 sneiðar og dreypið ólífuolíu yfir sneiðarnar báðu megin.
2. Ristið í ofni við 200° í 3-5 mínútur eða þar til sneiðarnar verða örlítið stökkar.
3. Smyrjið með vel af pestó og setjið væna sneið af brie osti og hráskinku ofan á.
4. Næst má skera sneiðar af sólþurrkuðum tómötum í tvennt og toppið brushettuna með slíkri sneið, ferskri basilíku og salti og pipar.

Innihald

  • 1 x súrdeigs snittubrauð
  • Sacla ólífuolía með hvítlauk
  • 1 krukka Sacla Sun Dried Tomato pestó
  • 2 x brie ostur
  • Um 10 sneiðar hráskinka
  • Um 10 sneiðar af Sacla sólþurrkuðum tómötum
  • Basilíka
  • Salt og pipar