Brushettur með grilluðum paprikum

mínútur / Fyrir: 

Undirbúningur

Brushettur eru dásamlegar og möguleikarnir við samsetningu þeirra óendanlegir. Þessar hér eru með ítölsku yfirbragði og ég verð að segja að þessar grilluðu paprikur eru á næsta „leveli“ góðar!

Ég er búin að vera óvenju ítölsk í mér undanfarið, hvort sem það er í pizzagerð eða pestóuppskriftum. Við ætluðum einmitt að vera á Ítalíu í sumar en „útaf dotlu“ þá gekk það ekki eftir. Ég hugsa því að í undirmeðvitundinni sé ég að undirbúa mig fyrir þá ferð….hvenær svo sem hún verður farin! Þarf samt klárlega að herða mig upp og læra að meta ákveðin ítölsk hráefni áður en þangað verður farið, en það er nú önnur saga!

1. Skerið snittubrauðið í 22-25 sneiðar, penslið létt með ólífuolíu með chilli og ristið við 210°C í um 3 mínútur.
2. Smyrjið brauðsneiðina næst með pestó, raðið salati ofan á ásamt sneið af brie osti.
3. Skerið grillaðar paprikur í þunna strimla og toppið hverja sneið með þeim.

Þessar brushettur voru í forrétt hjá okkur á dögunum en þær henta vel sem slíkar, sem hluti af smáréttahlaðborði, í saumaklúbbinn eða með helgarkaffinu.

Innihald

  • 1 x stórt snittubrauð
  • Sacla jómfrúarólífuolía með chilli
  • 1 ½ krukka Sacla sun dried tomato Pestó
  • Klettasalat eða annað salat
  • 1 ½ – 2 x brie ostur
  • 1 krukka grillaðar paprikur frá Sacla (290 g)