Brúsketta með eggaldin og parmesan

30 mínútur / 6 Fyrir: 
Brúsketta með eggaldin og parmesan

Undirbúningur

Skerið bagettubrauðið skáhallt í þunnar sneiðar og raðið á bökunarpappírklædda ofnplötu. Penslið með jómfrúrólífuolíu og sáldrið smá salti yfir. Bakið við 170gr. í ca. 7 mínútur, eða þar til sneiðarnar eru léttgylltar. Leggið til hliðar. Skerið eggaldin í þunnar sneiðar og veltið uppúr jómfrúrólífuolíu og saltið og piprið. Leggið á bökunarpappírklædda ofnplötu og bakið í ca. 12 mínútur við 220gr. Skerið mozzarellaost í sneiðar og leggið ofan á brauðsneiðar og þar ofan á sneið af eggaldin og 1-2 msk af Saclà sugo pastasósu með ristuðum hvítlauk efst. Dreyfið rifnum parmesanosti yfir. Bakið áfram í skamma stund þar til osturinn er bráðinn. Berið fram undir eins.

Innihald

  • 1 bagettubrauð
  • 1/2-1 krús Saclà sugo pastasósa með tómötum & ristuðum hvítlauk
  • 1 eggaldin
  • nokkrar msk jómfrúrólífuolía
  • salt & nýmalaður pipar
  • 2 mozzarellaostkúlur eða sneiðar af öðrum
  • mildum osti að vild
  • 1 bolli niðurrifinn parmesanostur