Brúsketta með hráskinku, aspas og pestó

15 mínútur / 4 Fyrir: 
Brúsketta með hráskinku, aspas og pestó

Undirbúningur

Skerið bagettubrauðið skáhallt í sneiðar og penslið með jómfrúrólífuolíu. Ristið sneiðarnar í ofni við 170gr. þar til léttgylltar og stökkar (ca. 7 mín.). Skerið neðsta hlutann af aspasstönglum (hvíta harða hlutann) og sjóðið í léttsöltu vatni (notið gróft salt) þar til meyrir en stökkir (ca. 15 mín.). Skerið neðsta hlutann af stönglunum, þannig að verði ca. jafnlangir hráskinkusneiðum á breiddina (látið aspasstönglana standa ca. 2 c. út í hvorn enda þannig að sjáist vel. Vefjið hráskinkusneiðum utan um stönglana og leggið ofan á brauðsneiðar. Leggið et.v. 1-2 sneiðar af mozzarellaosti ofan á pestó áður en hráskinkan er lögð ofan á. Upplagt af gerðar eru margar snittur í boð að útbúa helming með ostsneiðum og helming án.

Innihald

  • 1/2 bagettubrauð
  • nokkrar msk Saclà organic (lífrænt) basilpestó
  • handfylli ferskir aspasstönglar (tvöfalt á við brauðsneiðar)
  • hráskinkusneiðar jafnmargar brauðsneiðum
  • jómfrúrólífuolía til að pensla sneiðar með