Brúsketta með sveppum og hvítlaukspestó

15 mínútur / 4 Fyrir: 
Brúsketta með sveppum og hvítlaukspestó

Undirbúningur

Skerið sveppina í þunnar sneiðar og steikið þar til mjúkir ásamt mörðum hvítlauknum. Léttristið brauðsneiðarnar í ofni eða brauðrist og smyrjið með þunnu lagi af Saclà Wild garlic pestó. Raðið sveppunum ofan á brauðsneiðarnar. Skreytið með söxuðum graslauk.
*Prófið einnig önnur pestó í pestólínunni og sósur úr Intenso Stir-In línunni í uppskriftina.

Innihald

  • 4 vænar brauðsneiðar. ítalskt sveitabrauð eða annað skorpumikið brauð
  • ca. 4 tsk Saclà Wild garlic pestó
  • 1 askja sveppir
  • 1 hvítlauksgeiri
  • væn smjörklípa
  • nokkrir stönglar graslaukur