Brúskettur með paprikubitum og rúkola

10 mínútur / 6 Fyrir: 

Undirbúningur

Síið olíu frá paprikum, skerið tómatana í tvennt og blandið saman í skál og dreypið yfir smádreitil af jómfrúrólífuolíu og pinulitlu af salti. Myljið fetaostinn niður og saxið möndlur gróft niður og þvoið og þerrið rúkolalaufin. Ristið brauðsneiðar í ofni eða brauðrist. Dreypið smádreitil af jómfrúrólífuolíu yfir brauðsneiðarnar og skerið paprikubitana í tvennt. Dreyfið fetaostinum jafnt yfir sneiðarnar, því næst paprikubitum, tómötum og rúkolasalatinu og möndlunum. Dreypið að lokum balsamikedikdropum yfir sneiðar og berið fram.

Innihald

  • 1 krús Saclà chargrilled capsicums paprikubitar
  • handfylli kokteiltómatar
  • 120g fetaostur
  • 50g rúkolasalat
  • 8 möndlur, ristaðar
  • smádreitill jómfrúrólífuolía
  • 2-3 msk balsamikedik