Djúpsteiktar kartöflubollur með ídýfuþrennu

25 mínútur / 6 Fyrir: 

Undirbúningur

Sjóðið kartöflur í léttsöltuðu vatni, afhýðið og kælið við stofuhita í ca. hálftíma (upplagt er líka að nota afgangskartöflustöppu frá deginum áður). Blandið því næst kartöflunum saman við rifinn ost, beikon, egg og vorlauk í skál. Formið litlar bollur og veltið upp úr ferskur brauðraspi. Látið bollurnar standa í 15 mínútur og veltið bollunum ef vill aftur upp úr brauðraspinum til að fá enn stökkari hjúp. Djúpsteikið bollur því næst upp úr vænu magni af olíu þar til léttgylltar og stökkar. Látið mestu olíu drjúpa af bollunum og berið fram sem smárétt t.d. með eftirfarandi ídýfum, þar sem sýrðum rjóma eða grískri jógúrt er blandað saman við mismunandi pestósósur frá Saclà eða sem meðlæti.
Deilið sýrðum rjómanum (grísku jógúrtinni) í þrjá jafna hluta og blandið þremur pestótegundunum frá Saclà saman. Komið sósunum þremur fyrir í litlum skálum og berið fram ásamt kartöflubollunum.

Innihald

 • 2 bollar kaldar stappaðar kartöflur
 • 1 egg, léttþeytt
 • 3/4 bolli cheddarostur eða annar harðostur
 • 1/2 bolli saxaður vorlaukur
 • 1/4 bolli smátt niðurskorið beikon
 • 1/2 bolli ferskt braðrasp
 • olía til að steikja upp úr, t.d. jarðhnetuolía
 • 1/2 bolli sýrður rjómi eða grísk jógúrt
 • 3-4 msk Saclà Chilli pestó
 • 3-4 msk Saclà Roasted Pepper pestó
 • 3-4 msk Saclà Wild Rocket pestó