Eggjakaka með kartöflum, sólþurrkuðum tómötum og pestó

20 mínútur / 2 Fyrir: 
Eggjakaka með kartöflum, sólþurrkuðum tómötum og pestó

Undirbúningur

Hitið olíuna við miðlungs hita á pönnu sem ekki festist við og steikið kartöflusneiðarnar í olíunni í 10-15 mín. Skolið því næst olíu frá kartöflum í sigti og haldið eftir 2 msk af olíu. Setjið kartöflurnar á disk. Þeytið egg saman við salt og pipar. Þerrið olíuna af tómötum og skerið í litla bita og hrærið saman við eggjablönduna ásamt kartöflusneiðunum og pestó. Hitið restina af olíunni og skellið eggjablöndu út á pönnu og steikið í 10-15 mín. við mjög lágan hita eða þar til eggjakakan er nokkuð stinn en ekki of þurr (látið ósteiktu hlið eggakökunnar snúa upp) Rífið ef vill 1-2 msk. af parmesanosti yfir kökuna fyrir bökun. Skellið eggjakökunni í ofn á grillstillingu (miðlungs hita) í 2-3 mínútur og berið fram. Eggjakakan er skemmtileg tilbreyting frá hinni klassísku hádegissamloku og sómir sér líka vel á dögurðarhlaðborðið. Vel má hugsa sér að smella hráskinkusneið ofan á hverja sneið eða smyrja e.t.v. með ferskosti. Önnur hugmynd er að koma vænu magni af grískri jógúrt fyrir í miðju eggjakökunnar og dreyfa nokkrum söxuðum tokteiltómötum ofan á og skreyta með ferskum basillaufum. Notið hugmyndaflugið! Eggjakakan er jafn ljúffeng heit eða köld.

Innihald

  • 80 -100 ml jómfrúrólífuolía
  • 150g smáar kartöflur, afhýddar og skornar í þunnar sneiðar
  • 6 egg
  • 1/2 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar
  • 1 1/2 tsk Saclà klassískt basilpestó
  • salt & pipar