Exótískt caprese

10 mínútur / 4 Fyrir: 
Exótískt caprese

Undirbúningur

Látið olíu dreypa af tómötum (geymið olíuna og notið seinna t.d. í brauðbakstur) og setjið í skál. Afhýðið avókadó og skerið í bita. Blandið öllu hráefni saman í skál og. skreytið með litlum basilíkulaufum. Dreypið ólífuolíuolíu yfir. Salatið er einnig frabært út á brúskettu (ristaðar brauðsneiðar sem hvítlauki hefur e.t.v. verið nuddað í).
Við mælum með Tommasi Bardolino með þessum rétti.

Innihald

  • 1 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar
  • 200 g mozzarellaostur (smákúlur eða venjulegur skorinn í bita)
  • 1 þroskað avókadó
  • 10 kapers
  • handfylli grænar niðurnsieddar ólífur
  • jómfrúrólífuolía
  • fersk basilíka til skrauts