Focaccia með kokteiltómötum og pestó

30 mínútur / 4 Fyrir: 

Undirbúningur

Sjóðið kartöfluna í ósöltuðu vatni í ca. 20 mínútur. Sigtið hveiti í skál og blandið 15g af salti saman við. Leysið gerið upp í volgu vatninu ásamt sykrinum og látið bíða í 10 mínútur. Afhýðið kartöflu, stappið og blandið saman við hveitið ásamt upplseyti gerinu og olíunni. Hnoðið deigið í deigkúlu og leggið svo í hveitiborna skál. Leggið viskustykki yfir og svo annan volgan klút og látið deigið hefast á tempruðum stað í 1 klst. SKerið tómatana til helminga í millitíðinni og leggið í sigti og sáldrið smá af grófu salti yfir þannig að missi mesta umfram vökva. Hnoðið deigið létt á nýjan leik að hefun lokinni og fletjið út. Smyrjið ferkantað grunnt stálmót (bökunarplötu), ca. 35x25cm með jómf´ruólífuolíu og pressið deigið út með fingrum á yfirborð plötunnar. Þrýstið tómötunum létt ofan í deigið þannig að sjáist, dreyfið óriganó, salti á hnífsoddi og jómfrúrólífuolíudreitil yfir og látið deigið hefast áfram í 1 klst. undir klút sem fyrr. Bakið focacciabökuna við 200gr. í ca. 20 mínútur og lengið bökkunartíma aðeins eftir því hvað þið kjósið að hafa focacciabökunar vel gyllta og stökka. Berið fram kalda sem smárétt e.t.v. með hráskinku eða venjulegri skinku. Gott er að dreypa smá af Saclà basil- eða rúkolapestó yfir focacciabökuna.

Innihald

 • 1 miðlungsstór kartafla
 • 500g hveiti
 • 15g salt
 • 12.5g pressuger
 • 250ml vatn
 • slétt tsk sykur
 • 2msk jómfrúrólífuolía
 • 300g kokteiltómatar
 • fínt salt á hnífsoddi
 • dreitill jómfrúrólífuolía
 • 1 tsk þurrt origin