Focaccia með ólífusneiðum

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Focaccia með ólífusneiðum

Undirbúningur

Leysið gerið upp í dálitlu magni af ylvolgu vatni og blandið svo saman við hveitið. Hnoðið deigið vel saman þar til úr verður mjúk og jöfn deigkúla og látið hefast á volgum stað undir klút í 30 mín. Skolið vökva frá ólífum og skerið ólífur í sneiðar eða notið beint tilbúnar ólífusneiðar. Síð olíu frá tómötum og skerið í litla bita. Fletjið deigið út í tvær kringlóttar jafnstórar kökur. Leggið eina köku á bökunarpappír á ofnplötu sem áður hefur verið smurð með olíu. Dreyfið ólífum og tómatabitum jafnt yfir og leggið hina kökuna ofan á. Dreyfið smá grófu salti yfir bökuna og ferskum litlum rósmarínstönglum eða þurrkuðu rósmaríni. Bakið við 200°C þar til focaccia-bakan er fallega léttgyllt að lit. Focaccia-bökuna má borða hvort heldur sem er heita eða kalda.

Innihald

  • 300 g hveiti
  • 1 kubbur af pressugeri
  • handfylli grænar steinlausar ólífur
  • jómfrúrólífuolía
  • gróft salt
  • ferskt eða þurrkað rósmarín
  • 5 Saclà sólþurrkaðir tómatar