Frískandi ídýfa með pestó, sítrónu og hvítlauk

15 mínútur / 6 Fyrir: 
Frískandi ídýfa með pestó, sítrónu og hvítlauk

Undirbúningur

Blandið öllu hráefni saman í lítilli skál. Smakkið til með nýmöluðum svörtum pipar (eða e.t.v. sítrónupipar). Berið ídýfuna fram með niðurskornum grænmetisstönglum (s.s. sellerí, gurótum, papriku og agúrku) og/eða brauðstöngum, smákexi, kartöfluflögum, hituðum smápítubrauðum eða ristuðum smábrauðsneiðum.

Innihald

  • 200 ml grísk jógúrt
  • 1 marinn hvítlauksgeiri
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 1-2 msk basil- eða tómatpestó