Frittata eggjakaka með pestó og grænmeti

20 mínútur / 2 Fyrir: 

Undirbúningur

Hitið olíuna á pönnu sem ekki festist við yfir miðlungs hita og hitið niðurrifið zucchini í henni í ca. 7 mínútur eða þar til léttgyllt og vökvi þeirra hefur að mestu gufað upp. Bætið vorlauk út á pönnu og steikið áfram í örfáar mínútur þar til laukurinn er mjúkur. Lækkið því næst hitann og bætið grænu baununum og pestóinu út á pönnu. Síið vökva frá sólþurrkuðu tómötunum, skerið í bita og bætið líka saman við. Léttþeytið eggin ásamt salti & pipar og hellið yfir grænmetið. Létt hrærið upp í eggjakökkunni og dreyfið að lokum rifnum parmesanostinum yfir. Steikið eggjakökua í ca. 8 mínútur þar til er mátulega stinn út við kanta, en ekki þurr og létt gyllt á steikta hluta. Auðvelt er að lyfta eggjakökunni upp með tréspaða til að tékka á elduninni. Þessi einfalda ítalska “frittata” eggjakaka, er jafn ljúffeng beint af pönnunni sem léttur hádegis- eða smáréttur og eins er upplagt að smeygja henni inni í milli tveggja brauðsneiða og búa þannig til girnilega sveitalega samloku. Smyrjið aðra brauðsneiðina e.t.v. með 1 msk af smjörblönduðu klassísku basilpestó til að fá pestóilminn beint í æð.

Innihald

  • 2 msk jómfrúrólífuolía
  • 2 zucchini (ca. 250g), gróft niðurrifin
  • 6 egg
  • 4 vorlaukar (hvíti hluti), fínt niðursneiddir
  • 3 msk Saclà klassiskt basilpestó
  • 50g nýrifinn parmesanostur
  • salt & nýmalaður pipar
  • 1/2 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar (sun dried tomatoes)
  • 1/2 bolli grænar litlar frosnar baunir, afþýddar