Frönsk baka með perum, sveppum og tómötum

60 mínútur / 6 Fyrir: 

Undirbúningur

Afhýðið perur, fjarlægið kjarna og skerið í þunnar sneiðar. Þrífið sveppið og skerið í þunnar seniðar sömuleiðis. Hitið olíuna á pönnu og velgið sveppina í henni við miðlungs hita í ca. 5 mínútur og bætið síðan perusneiðum saman við og steikið áfram í ca. 5 mínútur. Hrærið varlega í á meðan. Smakkið til með salti og pipar og leggið pönnu til hliðar. Skerið Saclà sólþurrkuðu tómatana í bita (síið fyrst olíuna frá) og blandið saman við sveppi & perur. Hrærið saman sýrða rjómanum, 150g af rifna ostinum og eggjum. Smakkið til með salti & pipar og steyttu múskati. Rúllið út tilbúna bökudeiginu á bökunarpappír í pakka eða afþýðið frosið smjördeig og fletjið út í kringlótta köku. Leggið deigið á bökunarpappírnum í 24 cm kringlótt form með háaum börmum. Þrýstið deiginu einnig upp aðhliðum formsins. Sjóðið kokteiltómatana í 1 mínútu, afhýðið svo og skerið til helminga. Saxið rósmarínlaufin fínt niður. Blandið sveppablöndunni saman við eggjahræruna og hellið í deigskelina. Dreyfið kokteiltómatahelmingunum, rósmaríni og restinni af osti yfir í lokin og bakið við 180gr í 40-50 mínútur eða þar til bakan er léttgyllt. Skreytið ef vill með ferskum rósmarínstönglum. Berið fram eina og sér eða með fersku salati.

Innihald

 • 1 útrúllað bökudeig á bökunarpappír eða 1 pakki frosið smjördeiig
 • 250 g perusneiðar
 • 250g sveppir
 • 300g kokteiltómatar
 • 3 rósmarínstönglar
 • múskat á hnífsoddi
 • 200g fínt niðurrifinn emmenthalerostur
 • 3 egg
 • 25cl sýrður rjómi
 • 15cl mjólk
 • 4 msk jómfrúrólífuolía
 • salt & nýmalaður pipar
 • 1/2 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar