Fusilli með basil, rjómakenndri tómatasósu, parmesan og vodka

25 mínútur / 4 Fyrir: 

Undirbúningur

Hitið olíuna á stórri pönnu yfir miðlungs hita. Bætið söxuðum skalotlauk og hvítlauk saman við olíu og hrærið af og til þar til laukurinn er mjúkur (ca. 5 mínútur). Bætið Saclà tomato & garlic Intenso Stir In saman við  og eldið áfram í ca. 5 mín. Bætið því næst vodkadreitil út á pönnu og hrærið stöðugt í á meðan (ca. 2 mínútur). Hellið þá rjómanum saman við ásamt chilliflögunum þar til allt er vel blandað saman. Smakkið til með salti & pipar og takið pönnu af hita. Eldið pastað “al dente” í millitíðinni eftir leiðbeiningum á pakka í léttsöltuðu vatni (saltið vatn með grófu salti þegar suðan kemur upp). Hrærið af og til í pastanu. Sigtið pasta og blandið saman við sósu ásamt pestó, smjöri og 3-4 msk. af suðuvatni og hitið í gegn. Komið pastanum fyrir á upphituðum diskum og smakkið til með salti & nýmöluðum pipar. Dreyfið því næst nýrifnum parmesanosti yfir og niðurtættum ferskum basillaufunum yfir og berið fram. Buon appetito!

Innihald

 • 1/4 bolli jómfrúrólífuolía
 • 1/2 skalotlaukur, fínt saxaður
 • 1 hvítlauksgeiri, fínt niðurrifinn
 • 5 msk Saclà Intenso Stir In pastasósa með tómötum & hvítlauk
 • 2 msk vodka
 • 1 bolli rjómi
 • 1 tsk chilliflögur
 • salt & nýmalaður pipar
 • 400g fusilli (De Cecco t.d.)
 • 2 msk smjör
 • 1 bolli niðurrifinn parmesan eða Grana Padanaostur
 • handfylli fersk basillauf
 • 4 msk Saclà sun dried tomato pesto eða klassískt basilpestó