Gratíneraður fiskur „alla siciliana“

20 mínútur / 2 Fyrir: 
Gratíneraður fiskur „alla siciliana“

Undirbúningur

Saxið niður tómata, furuhnetur, kryddjurtir, ólífur, kapers og rúsínur og blandið saman við rifinn börkinn og brauðraspinn. Penslið eldfast mót með smá dreitil af ólífuolíu, leggið fiskflökin ofan á og dreyfið kryddblöndunni jafnt yfir fiskinn. Dreypið ögn af jómfrúrólífuolíu yfir og bakið við 200° í ca. 10 mínútur (bökun fer eftir þykkt fisksins og bökunartíminn eykst vitanlega sé þykkari fiskur valinn. Berið réttinn fram t.d. með fersku grænu smáblaðasalati og niðuskornum kokteiltómötum og dreypið ögn af jómfrúrólífuolíu yfir réttinn rétt áður en hann er borinn fram. Upplagt er að nota makríl í þennan rétt þegar veiðitíminn á þessum frábæra fiski stendur yfir hér við land (frá sumri fram á haust), en hann er sá fiskur sem kemst e.t.v. næst hinum omegaríka og feita Miðjarðarhafssmáfiski „sarde“ (risasardínum, sem upphaflega er notaður í uppskriftinni).

Innihald

 • 400 g smálúðuflök eða annar hvítur fiskur, t.d. þorskur. Makríll hentar einnig vel
 • 1 bolli ferskt brauðrasp
 • nokkrir Saclà sólþurrkaðir tómatar
 • nokkrar dökkar ólífur (t.d. Taggiasca ólífur)
 • 1 tsk rifinn börkur af lífrænni sítrónu
 • 1 tsk rifinn börkur af lífrænni appelsínu
 • 2 msk rúsínur
 • 1 msk kapers
 • 2 msk furuhnetur
 • 2 msk saxaðar ferskar kryddjurtir (marjóram, tímían, rósmarín, dill, basil)
 • dreitill af jómfrúrólífuolíu