Hjartapizzur með peperoni, paprikum og ólífum

20 mínútur / 2 Fyrir: 

Undirbúningur

Fletjið deigkúlu út í stóra þunna köku á bökunarpappír og þrýstið stóru hjartakökuformi þétt ofan á til að móta lögulega hjartalaga pizzu. Skerið varlega meðfram köntum til að losa pizzuna frá forminu. Skerið út minni hjörtu úr afgangsdeigi með minna hjartaformi (eins má gera allar pizzurnar smáar, allt eftir smekk og tilefni. Komið Saclà sugo pastasósu með tómötum & chilli fyrir ofan á pizzunum, þar næst smátt skornum mozzarellaostinum og því næst Saclà chargrilled capsicums paprikubitum skornum smátt og niðurskornum ólífunum. Raðið að lokum peperonikryddpylsu ofan á í sneiðum (í smáum bitum ofan á litlu pizzurnar. Bakið við 200gr í 10-12 mínútur eða þar til pizzurnar eru bakaðar, léttgylltar og osturinn bráðinn. Dreypið jómfrúólífuolíu yfir í lokin ef vill og berið fram.

Innihald

  • 1 tilbúin pizzadeigkúla eða heimatilbúið deig
  • 1/2 krús Saclà sugo pastasósa tomato & chilli
  • nokkrar grænar steinlausar ólífur skornar í þunnar sneiðar
  • 1/2 krús Saclà chargrilled capsicums paprikubitar
  • 1 mozzarellaostur skorinn í litla bita eða gratínostur
  • dreitill jómfrúrólífuolía
  • 1 tsk smátt niðursöxuð steinselja ef vill til skrauts
  • nokkrar peperonikryddpylsusneiðar