Humarsalat með rauðlauk, grilluðum paprikum og basil

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Humarsalat með rauðlauk, grilluðum paprikum og basil

Undirbúningur

Skolið salat og setjið í skál. Saxið niður tómata og skerið rauðlauk í þunnar sneiðar og sneiðarnar í ræmur. Skerið í kúptu hlið humarhala (án þess að kjúfa þá í tvennt) og grillið á stórri grillpönnu eða grillið í ofni í örfáar mínútur. Smakkið til með sítrónupipar og salti. Skerið paprikurnar (grilluðu og fersku) í bita og blandið saman við salatið ásamt tómötum, rauðlauk og niðurrifnum basillaufunum. Takið humarhala úr skel og dreyfið yfir salatið. Dreypið Saclà pizzaolíu yfir salatið og berið fram með ristuðu brauði e.t.v. með hvítlaukssmj0ri eða ristuðum brauðteningum.

Innihald

  • 4-5 handfylli ferskt blandað salat að vild
  • 20 vænir humarhalar
  • 1 krús Saclà viðarkolgrillaðar (char-grilled)
  • paprikur
  • 1 rauð og 1 gul paprika
  • 2 tómatar
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1 búnt ferskt basil
  • dreiltill af Saclà kryddolíu fyrir pizzur
  • sítrónupipar og salt