Hvítlauksilmandi rækjubollur með kartöflum

30 mínútur / 4 Fyrir: 

Undirbúningur

Sjóðið kartöflurnar, skrælið og kælið. Saxið rækjurnar. Stappið kartöflur og blandið síðan rækjum, saxaðri steinselju, mörðum hvítlauksgeira, salti og pipar saman við kartöflustöppuna í skál. Mótið litlar kúlur (ca. 4 cm) úr kartöfludeiginu og veltið upp úr hrærðri eggjahvítunni og þar næst upp úr ferskum brauðraspi. Djúpsteikið bollur í vænu magni af olíu þar til bollurnar eru léttgylltar og stökkar. Látið mestu olíu dreypa af bollunum á eldhúspappír. Berið bollurnar fram sem pinnamat, smárétt með salati eða meðlæti með fiski. Einnig má baka bollurnar í 180gr. heitum ofni þar til léttgylltar og stökkar í stað þess að steikja þær. Bollurnar eru ekki síður ljúffengar kaldar en heitar.
*Prófið einnig að nota vorlauk í stað hvítlauks.

Hrærið Saclà Fresh Coriander Pesto saman við gríska jógúrt eða fitusnauðan sýrðan rjóma. Sáldrið niðurrifnum möndlum og kóríanderfræjum yfir.

Berið ídýfuna fram með rækjubollunum sem smárétt.

Innihald

 • 400g kartöflur
 • 200g rækjur
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 tsk söxuð steinselja (má sleppa)
 • salt & pipar e. smekk
 • eggjahvíta, léttþeytt
 • fræolía til að steikja upp úr (t.d. jarðhnetuolía)
 • 1 bolli grísk jógúrt eða fitusnauður sýrður rjómi
 • 3-4 msk Saclà Fresh Coriander Pesto
 • 5 fínt niðurrifnar möndlur með berki
 • 1/2 tsk kóríanderfræ
 • ferskt brauðrasp til að velta bollum upp úr