Kalkúnaloka með pestó

mínútur / Fyrir: 

Undirbúningur

Þessi samloka er fullkomin kvöldverður og tilvalið að nýta afganga af kalkún fyrir þá sem eru með slíkt á borðum yfir hátíðirnar. Ég keypti reyndar að þessu sinni eina staka, fulleldaða kalkúnabringu og skar hana niður, algjör snilld!

Ég elska þegar það er hægt að nýta afganga og búa til eitthvað nýtt úr þeim frá því sem var á boðstólnum kvöldinu áður og geri oftar en ekki samlokur, pasta eða annað léttmeti þegar við höfum verið með kalkún.

Pestó, mozzarella og tómatar eru hin fullkomna blanda!

1. Hitið samlokugrillið og smyrjið pestó öðru megin á báðar brauðsneiðarnar í hverri samloku
2. Skerið tómata, mozzarella og kalkún niður og raðið á hverja sneið, lokið og grillið þar til osturinn fer að bráðna.
3. Gott er síðan að toppa heita samlokuna með smá meira pestó.

Fjölskyldumeðlimir kunnu í það minnsta vel að meta þessa snilld! Ég keypti hringlaga kryddbrauð í bakarínu sem var skorið þvert og ég síðan skipti því niður í minni þríhyrningslaga samlokur. Það er samt hægt að nota hvaða brauð sem hugurinn girnist fyrir þessa samloku, bara það sem ykkur finnst gott.

Innihald

  • 10 sneiðar af góðu brauði (kryddbrauð, focaccia, panini eða annað)
  • Um 360 g kalkúnakjöt – skorið þunnt
  • 1 ½ krukka Sacla pestó með kóríander
  • 1-2 stk. Buff tómatar
  • 2 stórar kúlur Mozzarella (2×120 g)
  • Hitið samlokugrillið og smyrjið pestó öðru megin á báðar brauðsneiðarnar í hverri samloku.
  • Skerið tómata, mozzarella og kalkún niður og raðið á hverja sneið, lokið og grillið þar til osturinn fer að bráðna.
  • Gott er síðan að toppa heita samlokuna með smá meira pestó.