Kartöflur með tómatpestóídýfu

25 mínútur / 4 Fyrir: 
Kartöflur með tómatpestóídýfu

Undirbúningur

Forhitið ofn í 200°C. Þvoið kartöflur, þerrið og skerið í litla báta. Blandið ólífuolíu saman við kartöflurnar í skál og kryddið með 1 tsk af blöndu af saltflögum og pipar. Bakið í móti í 20-25 mínútur eða þar til kartöflubitarnir eru stökkir og fallega gylltir. Veltið kartöflubitunum af og til á meðan á bökun stendur.
Útbúið ídýfuna á meðan kartöflurnar bakast. Hrærið saman majónesi, tómatapestó og sýrðum rjóma og kryddið með salti & pipar eftir smekk. Margfaldið ídýfuuppskriftina eftir þörfum.
Við mælum með Tommasi Giulietta með þessum rétti.

Innihald

  • 750 g nýjar kartöflur
  • 3 msk majónes
  • 4-5 msk Saclà tómatpestó
  • 1 askja fitulítill sýrður rjómi eða grísk jógúrt
  • 1 msk jómfrúrólífuolía
  • saltflögur (t.d. Cornish Sea salt) og nýmalaður pipar