Kjúklinga bolognese með rauðu pestó

25 mínútur / 4 Fyrir: 
Kjúklinga bolognese með rauðu pestó

Undirbúningur

Hitið olíu á miðlungs stórri pönnu og mýkið lauk og hvítlauk í henni í ca. 6 mínútur (gætið að mýkja aðeins en ekki brúna). Bætið kjúklingahakkinu þar næst saman við og hitið við vægan hita þar til hakkið er steikt í gegn. Bætið þá söxuðum tómötunum og rauða tómatpestóinu saman við og látið malla í 10-15 mínútur.. Smakkið til með salti og pipar. Sjóðið spaghetti í millitíðinni í 5 lítrum af vatni og saltið vatnið með 50 g af grófu salti er suðan kemur upp. Sjóðið pasta „al dente“ eftir leiðbeiningum á pakka og sigtið. Hellið spaghetti út á pönnu og blandið vel saman við sósuna. Komið spaghetti fyrir á 4 diskum, rífið parmesanost yfir og berið fram undir eins. Yngsta kynslóðin mun kunna vel að meta þennan rétt.

Innihald

  • 3 msk jómfrúrólífuolía
  • 2 meðalstórir laukar, skornir í litla bita
  • 1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður
  • 500g hakkað kjúklingakjöt (bringur). Upplagt er að biðja kjötkaupmann að hakka fyrir ykkur kjötið er það er keypt, eða hakka það í matvinnsluvél.
  • 2 x 400g dósir niðursoðnir tómatar
  • 2-3 msk rautt tómatpestó
  • salt & nýmalaður pipar
  • 500g spaghetti (t.d. De Cecco)
  • nýrifinn parmesanostur að vild