Kjúklingabringur í rjóma- parmesansósu með sólþurrkuðum tómötum

20 mínútur / 4 Fyrir: 
Kjúklingabringur í rjóma- parmesansósu með sólþurrkuðum tómötum

Undirbúningur

Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið kjúklingabringurnar í henni við miðlungs hita þar til steiktar í gegn (ca. 5 mínútur á hvorri hlið). Leggið kjúkling til hliðar. Bætið hvítlauk út á pönnu og ristið í olíunni í ca. 1 mínútu til að fá ilm í olíuna. Skvettið því næst víni út á pönnu. Bætið soði, rjóma, niðursöxuðum tómötunum (síið olíu í dós frá) og parmesanosti út á pönnu og látið malla í 3-5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað aðeins. Bætið þá kjúklingabringum saman við og hitið skamma stund. Smakkið til með salti & pipar og bætið basil saman við í lokin. Berið fram t.d. með kúskús og gufusoðnum brokkolístönglum. Eins má hugsa sér bringurnar sem smárétt og skera þá niður í sneiðar og bera fram á bakka með tannstönglum (með tsk af sósu ofan á hverri sneið).
*Ef þið notið beikon í uppskriftina, skerið það þá í litla teninga og ristið sér á pönnu og látið mestu fitu drjúpa af. Bætið bitunum svo saman við sósuna ásamt tómötunum, rjómanum osfrv.

Innihald

 • 1 msk jómfrúrólífuolía
 • 170g kjúklingabringur
 • 2 marðir hvítlauksgeirar
 • 1 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar
 • 1/4 tsk þurrkaðar chilliflögur
 • 1/4 bolli þurrt hvítvín
 • 3/4 bolli kjúklingakraftur
 • 1/2 bolli rjómi
 • 1/4 bolli rifinn parmesanostur
 • salt & nýmalaður pipar e. smekk
 • 1/4 bolli niðurrifið ferskt basil