Kjúklingasalat með þistilhjörtum, maís og zucchini

10 mínútur / 4 Fyrir: 
Kjúklingasalat með þistilhjörtum, maís og zucchini

Undirbúningur

Skerið kjúklinginn í bita eða tætið niður í strimla og blandið vel saman við ólífuolíana og smakkið til með pipar & salti. Skerið zucchini í sneiðar og sneiðarnar í tvennt og yljið í smá dreitil í heitri jómfrúrólífuolíu á pönnu, þar til létt gylltar. Síið vökva frá maís og ólífum og olíuna frá þistilhjörtum, skerið, þistilhjörtu í bita og blandið öllu grænmetinu vel saman við kjúklingastrimlana í skál. Skreytið með ferskum basillaufum og berið fram með brauði.
*Upplagt er að nota kjúklingaafganga í þessa uppskrift.
Þetta matarmikla salat hentar hvort sem léttur hádegis- eða kvöldverður með brauði (tilvalinn í pikknikk eða klúbbinn), fylling í matarmikla samloku, eða sem smáréttur á hlaðborðið.

Innihald

 • 1 grillaður kjúklingur (skinn fjarlægt)
 • 1 krús Saclà viðarkolgrilluð (char-grilled) þistilhjörtu
 • 1 zucchini
 • 300g maís í dós, 300g (t.d. Ora)
 • handfylli grænar steinlausar ólífur
 • handfylli dökkar steinlausar ólífur, eða litlar ólífur
 • með steini, t.d. Saclà Leccino ólífur. Taggiasca-ólífur henta líka vel
 • (minnið ykkur og gestina vel á steinana áður en rétturinn er borinn fram)
 • 2-3 msk jómfrúrólífuolía auk smá dreitils til að
 • steikja zucchini upp úr
 • nýmalaður pipar & salt
 • nokkur fersk basillauf til skrauts