Kryddað salat

15 mínútur / 2 Fyrir: 
Kryddað salat

Undirbúningur

Skerið strengjabaunir í bita og setjið ásamt hinu salathráefni (nema eggið) í tvær skálar, hrærið salatsósuhráefni saman og hellið salatsósunnu yfir salatið og blandið vel. Ef ekki eru notaðir tilbúnir brauðtenginar, skerið 1-2 brauðsneiðar að vilda í teninga og ristið við vægan hita í dreitil af jómfrúrólíu við miðlungs hita þar til létt gylltir og stökkir. Komið að lokum linsoðnum eggjunum fyrir ofan á hverjum salatskammti og skerið í rauf í hvítuna þannig að rauðan komi í ljós.
Til að gera salat enn matarmeira má bæta saman við það ristuðum beikonbitum eða strmlum af grilluðum kjúklingi (upplagt að nota afganga). Salatið hentar sem aðalréttur fyrir tvo (frábær hádegisverður) og eins sem meðlæti (án kjöts). Einnig frábært sem samlokufylling.

Innihald

 • Tvær til þrjár handfyllir af blönduðu salati
 • 4-5 létt- gufusoðnar strengjabaunir
 • ½ agúrka (má sleppa)
 • 2 linsoðin egg
 • 1 bolli tilbúnir ristaðir brauðtengingar (croutons) eða heimaristaðir
 • smádreitill Saclà Chilli kryddolía (má sleppa)
 • Salatsósa:
 • 1 msk balsamikedik
 • 1 msk jómfrúrólífuolía eða Saclà Chilli kryddolía
 • ½ krús Saclà Arrabbiata Tomato & Chilli Stir through
 • nýmalaður svartur pipar